Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 17:00 Sadio Mane og Virgil Van Dijk fagna marki. Getty/Laurence Griffiths/ Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira