Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 17:00 Sadio Mane og Virgil Van Dijk fagna marki. Getty/Laurence Griffiths/ Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira
Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Sjá meira