Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2019 19:22 Pablo Casado er formaður hægriflokksins Partido Popular. Getty Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið. Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hægri flokkarnir virðast hafa bætt við sig miklu fylgi í þingkosningunum á Spáni í dag samkvæmt útgönguspám. Frá þessu segir á vef El País. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, virðist hafa misst einhver þingsæti en verður þó enn stærstur á þingi. Útgönguspá ríkisfjölmiðilsins RTVE bendir til að líkt og Sósíalistaflokkurinn hafi vinstriflokkurinn Unidas Podemos misst þingsæti frá síðustu kosningum sem fram fóru í apríl. Íhaldsflokkurinn Partido Popular og hægri öfgaflokkurinn Vox virðist hins vegar hafa bætt við sig miklu fylgi, en miðflokkurinn Ciudadanos tapað mestu. Útgönguspá RTVE gerir frá fyrir að Sósíalistaflokkurinn fái 114-119 þingsæti, borið saman við 123 eftir kosningarnar í apríl. Partido Popular fær 85-90 þingsæti, var með 66 eftir síðustu kosningar. Útgönguspáin gerir ráð fyrir að VOX rúmlega tvöfaldi fylgi sitt, fái 56-59 þingsæti, borið saman við 24 í síðustu kosningum. Spáð er að Unidas Podemos fái 30-34 þingsæti, fékk 42 síðast, og Ciudadanos 14-15 þingsæti, fékk 57 síðast.Sjá einnig:Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á SpániÚrslitin benda til að smærri flokkar á spænska þinginu, svo sem þjóðernisflokkar Katalóna og Baska, kunni að koma til með að gegna lykilhlutverki við myndun stjórnar. Svo virðist sem að kosningaþátttaka hafi verið lakari en í kosningunum sem fram fóru í apríl. Sánchez ákvað að boða til nýrra kosninga í haust eftir að stjórn hans mistókst ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið.
Spánn Tengdar fréttir Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29