Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Ari Brynjólfsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Arkitektastofan sem hannaði Gardens by the Bay í Singapore, sem er öllu stærra í sniðum, kemur að verkefni ALDIN Biodome. Nordicphotos/Getty Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. Deiliskipulagið í útjaðri Elliðaárdals norðan Stekkjarbakka var samþykkt í borgarráði í júlí í síðastliðinn, eftir nokkurra ára þróunarferli. Breytingar á orðalagi í skilmálum skipulagsins vegna ábendinga Skipulagsstofnunar voru samþykktar í skipulagsráði 31. október. Skipulagið var svo samþykkt aftur í borgarráði á fimmtudag. Hjördís Sigurðardóttir, frumkvöðullinn að baki verkefninu, er verulega hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið. „Ekki voru gerðar neinar alvarlegar athugasemdir hvorki við ferlið eða samræmi við aðalskipulag,“ segir Hjördís. „Vegna þess að minnihlutinn var á móti í borgarráði þá þarf þetta að fara fyrir borgarstjórn.“ Næsti fundur borgarstjórnar er á þriðjudaginn eftir tvær vikur. Hjördís hefur verið með verkefnið í skipulagsferli hjá borginni í um þrjú ár. Hún segir þetta seinvirkt þó að hún hafi fullan skilning á að vanda þurfi til verka og fara þurfi í samráð við íbúa og hagsmunaaðila. „Þetta kerfi er alveg rosalega seinvirkt. Þeir sem vilja tefja verkefni, hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða vegna einhverra annarra hvata, geta bara gert það með því að vera alltaf á móti.“ Verkefnið sem um ræðir á sér engar eiginlegar fyrirmyndir í heiminum. „Ég fæ hugmyndina í námi í Hollandi fyrir sjö árum. Þá tók ég eftir því hversu eftir á við erum þegar kemur að grænni hugmyndafræði,“ segir Hjördís. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. „Ég er búin að standa í þessu í rúm fjögur ár núna og mitt aðalverkefni hefur verið að útskýra hvað þetta er, því það er hvergi til neitt nákvæmlega eins. Í stuttu máli erum við að þróa innvið fyrir borgir framtíðarinnar og gefa Reykjavík tækifæri til að vera með ‚pilot útgáfuna‘ sem nú þegar hefur fengið heimsathygli.“ Það kostar rúmlega 4,5 milljarða að klára verkefnið. Hjálmar Sveinsson, sem var formaður umhverfis- og skipulagsráðs þegar verkefnið fór af stað, segir borgina ekki hafa spurt hverjir kæmu að fjármögnun verkefnisins. „Það er iðulega ekki spurt um nafn og nafnnúmer, það er bara tekin afstaða til verkefnisins. Það er ljóst hver er talsmaður verkefnisins,“ segir Hjálmar. Hjördís segir fjársterka aðila sýna verkefninu áhuga. „Þetta er einkaframtak. Helminginn fáum við að láni, svo erum við í viðræðum við mjög fjársterka aðila sem hafa sýnt verkefninu áhuga,“ segir Hjördís. Meðal samstarfsaðila er breska arkitektastofan WilkinsonEyre sem teiknar bygginguna og hannaði meðal annars Gardens by the Bay í Singapore.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira