Líður eins og ég sé staddur í draumi Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 11:30 Arnar Daváið fagnar. mynd/fréttablaðið Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti