Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 11:45 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng. Sýrland Tyrkland Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira