Aftursætisbílstjórinn Sigurður Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun