Einn helsti bakhjarl Hvítu hjálmanna dó í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 13:18 Hvítir hjálmar að störfum í Aleppo í Sýrlandi. Vísir/Getty Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim. Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim.
Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira