Lífið

Egill birtir myndband sem sýnir rifrildin baksviðs á Scooter-tónleikunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill ekki parsáttur við starfsmann Scooter .
Egill ekki parsáttur við starfsmann Scooter .
Egill Einarsson, DJ Muscleboy, var ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter í lok október.

Þúsundir tónleikagesta skemmtu sér vel á tónleikum Scooter, Dj Muscleboy, ClubDub og Rikka G.

Í gær birti Egill Einarsson myndband af atburðarrásinni á tónleikunum og hvernig hlutirnir þróuðust. Þar má meðal annars sjá mikið rifrildi milli Óla Geirs plötusnúðs og Egils við starfsmann þýsku sveitarinnar Scooter. Lætur Egill starfsmanninn heyra það.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Þar er líka slegið á létta strengi þar sem vinir Egils koma hver á fætur öðrum og lýsa því yfir að þó þeir séu spenntir fyrir Scooter séu þeir fyrst og fremst komnir til að sjá Dj Muscleboy. Má nefna landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson, leikarann Björn Hlyn Haraldsson og Ásgeir Kolbeinsson í því samhengi.




Tengdar fréttir

Pirraður yfir óvæntri uppákomu undir lok upphitunar DJ Muscleboy fyrir Scooter

Egill Einarsson, Dj Muscleboy, er ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter. Talið er að um 5 þúsund manns hafi skemmt sér vel á tónleikum Scooter í Laugardalshöll í gær, sem voru að sögn tónleikahaldarans "algjörlega stórkostlegir“.

Stjörnum prýtt massamyndband DJ MuscleBoy

Tónlistarmaðurinn Egill Einarsson sem gengur undir nafninu DJ MuscleBoy gaf í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Muscle Club og má segja að myndbandið sé af dýrari gerðinni.

Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu

Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×