Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 13:31 Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36