Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2019 16:36 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins. Vísir Átján blaðamenn á vefmiðli Morgunblaðsins Mbl.is lýsa yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf á meðan vefblaðamenn lögðu niður vinnu frá klukkan 10-14 í dag. Um var að ræða fyrstu vinnustöðvun í verkfallsaðgerðum blaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna á RÚV og hjá Sýn sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Yfirlýsing blaðamannanna, sem meðal annars Jón Pétur Jónsson fréttastjóri Mbl.is og Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins skrifa undir, var birt á vef Blaðamannafélagsins síðdegis. Þar segir að blaðamenn á fréttadeild og íþróttadeild mbl.is hafi lagt niður störf klukkan tíu eins og til stóð til áréttingar kröfum félagsmanna í Blaðamannafélaginu í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is. Að auki voru fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á Morgunblaðinu kallaðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaðamenn miðilsins, sem voru á vakt á þessum tiltekna tíma, lögðu niður störf í samræmi við löglega boðaðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14.“Varpar rýrð á Mbl.is og blaðamenn miðilsins Segja blaðamennirnir að umrædd fréttaskrif hafi verið með vitunda og vilja ritstjórans Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna vænlega lausn á kjaradeilunni sem nú stendur yfir.“ Blaðamennirnir vilja með yfirlýsingu sinni koma því skýrt á framfæri að þær fréttir og umfjallanir, sem skrifaðar voru og birtar á mbl.is, á meðan á löglega boðuðum aðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslans stóð, séu ekki á þeirra ábyrgð. Undir skrifa: Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Erla María Markúsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðmundur Hilmarsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Hallur Már Hallsson, Ívar Benediktsson, Jóhann Ólafsson, Jón Pétur Jónsson, Kristján Jónsson, Sindri Sverrisson, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Víðir Sigurðsson, Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ásgrímsson Melén og Þórunn Kristjánsdóttir. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Átján blaðamenn á vefmiðli Morgunblaðsins Mbl.is lýsa yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf á meðan vefblaðamenn lögðu niður vinnu frá klukkan 10-14 í dag. Um var að ræða fyrstu vinnustöðvun í verkfallsaðgerðum blaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna á RÚV og hjá Sýn sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Yfirlýsing blaðamannanna, sem meðal annars Jón Pétur Jónsson fréttastjóri Mbl.is og Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins skrifa undir, var birt á vef Blaðamannafélagsins síðdegis. Þar segir að blaðamenn á fréttadeild og íþróttadeild mbl.is hafi lagt niður störf klukkan tíu eins og til stóð til áréttingar kröfum félagsmanna í Blaðamannafélaginu í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is. Að auki voru fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á Morgunblaðinu kallaðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaðamenn miðilsins, sem voru á vakt á þessum tiltekna tíma, lögðu niður störf í samræmi við löglega boðaðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14.“Varpar rýrð á Mbl.is og blaðamenn miðilsins Segja blaðamennirnir að umrædd fréttaskrif hafi verið með vitunda og vilja ritstjórans Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna vænlega lausn á kjaradeilunni sem nú stendur yfir.“ Blaðamennirnir vilja með yfirlýsingu sinni koma því skýrt á framfæri að þær fréttir og umfjallanir, sem skrifaðar voru og birtar á mbl.is, á meðan á löglega boðuðum aðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslans stóð, séu ekki á þeirra ábyrgð. Undir skrifa: Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Erla María Markúsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðmundur Hilmarsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Hallur Már Hallsson, Ívar Benediktsson, Jóhann Ólafsson, Jón Pétur Jónsson, Kristján Jónsson, Sindri Sverrisson, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Víðir Sigurðsson, Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ásgrímsson Melén og Þórunn Kristjánsdóttir.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21