Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 19:45 Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Vísir/Baldur Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira