Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 19:45 Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Vísir/Baldur Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira