Þær kunnu söguna utan að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Sigurgeir að afhenda afastelpunum, Sögu Björgvinsdóttur, Lovísu Jarlsdóttur og Birtu Björgvinsdóttur, bókina. Sunna myndskreytir fylgist með. Mynd/Óskar Pétur Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira