Lífið

Varð vitni að drukknun vinar síns níu ára gömul

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza hefur ávallt verið lífsglöð, hress og skemmtileg en atvik í æsku fékk hana til að átta sig á því að hlutirnir væru ekki sjálfsagðir.
Eva Ruza hefur ávallt verið lífsglöð, hress og skemmtileg en atvik í æsku fékk hana til að átta sig á því að hlutirnir væru ekki sjálfsagðir. vísir/vilhelm
„Það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um þetta og þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um þetta í einhverju opinberu viðtali,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og blómasalinn Eva Ruza Miljevic en hún er gestur vikunnar í Einkalífinu. Eva er líklega einhver hressasta kona landsins og gefur ávallt frá sér frábæra orku. Hún hefur aftur á móti gengið í gegnum erfiða tíma. Eitt atvik mótaði Evu til frambúðar og var það þegar besti vinur hennar drukknaði í skólasundi þegar þau voru aðeins níu ára.

„Ég ætla ekkert endilega að fara yfir þetta í smáatriðum, hvað gerðist þennan morgun. Mér fannst ég fullorðnast rosalega fljótt þarna. Þegar maður er níu ára gömul er maður ekkert að spá í dauðanum eða einhver geti mögulega dáið í kringum mann. Maður fattar allt í einu að besti vinur manns geti bara dáið og það fyrir framan mig.“

Hún segir að bæði amma hennar og afi hafi fallið frá stuttu á undan þessu skelfilega atviki.

Klippa: Einkalífið - Eva Ruza Miljevic
„Þetta markeraði mig miklu meira heldur en amma og afi skyldu deyja, þó að þau hafi verið nokkuð ung. Ég á til dæmis mjög erfitt með að horfa á bíómynd í dag þar sem einhver drukknar, ég get bara ekki horft á það. Ég er 36 ára í dag en var níu ára þegar þetta gerðist. Ég man þennan morgun eins og þetta hafi gerst í gær.“

Eva segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á að börnin hennar myndu fljótlega læra að synda.

„Ég vissi ekki að ég yrði svona en þegar þau voru komin með vit og gátu farið á sundnámskeið varð ég eins og kínverskur þjálfari. Nú færu þau á sundnámskeið og væru ekki að fara hætta á því fyrir en þau kynnu að synda. Fyrsta skólasund tímann þeirra var ég heima með hnút í maganum,“ segir Eva sem á í dag tvíbura sem eru tíu ára.

Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, um sjónvarpsþátt sem hún er að byrja með á nýju ári, hversu seinheppin hún getur verið, lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, um áhugan á Hollywood og um erfileika þeirra hjóna að eignast börn.


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×