Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:00 Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Vísir/Egill Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar. Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar.
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00