Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 11:15 Laura Cooper, aðstoðarvaravarnarmálaráðherra, (f.m.) þegar hún kom til að bera vitni í Bandaríkjaþingi 30. október. Eftirrit af framburði hennar var birtur í gær. AP/Patrick Semansky Úkraínsk stjórnvöld vissu af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði stöðvað hernaðaraðstoð til landsins áður en það varð opinbert, þvert á það sem forsetinn og bandamenn hafa haldið fram til að rökstyðja að ekkert saknæmt hafi verið við þá ákvörðun. Þetta staðfestu núverandi embættismenn ríkisstjórnarinnar í vitnisburði sem var gerður opinber í gær. Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot í samskiptum sínum við Úkraínu birtu eftirrit af framburði þriggja embættismanna í gær, þar á meðal Catherine Croft, sérfræðings utanríkisráðuneytisins í málefnum Úkraínu. Croft fullyrti við nefndirnar að úkraínsk stjórnvöld hefðu komist að því „mjög snemma“ að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt hefði verið fryst. Fjárlaga- og stjórnunarskrifstofa Hvíta hússins tók þá ákvörðun að skipan Trump 18. júlí. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram að hann hefði ekki getað notað hernaðaraðstoðina til að setja þrýsting á stjórnvöld í Kænugarði til að fallast á rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump þar sem Úkraínumennirnir hafi ekki vitað af því að aðstoðin hefði verið stöðvuð fyrr en seint í ágúst. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en 11. september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að grennslast fyrir um hvað tefði hana. Fram að þessu hefur rannsókn þingsins farið fram á bak við luktar dyr en fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar hefjast á miðvikuudag. Þá kemur William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, fyrir þingnefndirnar. Hann hefur greint frá þeim skilningi sínum að Hvíta húsið hafi gert rannsóknir á pólískum keppninautum Trump að skilyrði fyrir afhendingu hernaðaraðstoðar.Catherine Croft, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í málefnum Úkraínu, kemur af fundi með þingnefnd í lok október.AP/Patrick SemanskyVann eftir „óhefðbundnum“ leiðum Rannsókn þingsins beinist að því hvort að Trump og samverkamenn hans hafi haldið eftir hernaðaraðstoðinni og neitað að funda með Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, nema úkraínsk stjórnvöld samþykktu að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í kosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump hafa staðfest að rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir hafi verið gerðar að skilyrði fyrir því að bandaríski forsetinn fundaði með úkraínskum starfsbróður sínum og að hernaðaraðstoðin yrði afhent. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, er sagður hafa rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að tryggja forsetanum pólitískt nytsamlegar rannsóknir á andstæðingum hans. Með honum unnu nokkrir erindrekar Bandaríkjastjórnar, þar á meðal Gordon Sondland, sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi vegna átakanna í Austur-Úkraínu.Sjá einnig:Lykilvitni breytti framburði sínum Laura Cooper, sérfræðingur varnarmálaráðuneytisins í málefnum Úkraínu, bar vitni um að Volker hefði sagt sér í ágúst að hann ynni eftir „óhefðbundnum“ diplómatískum leiðum að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að sækja einstaklinga til saka í tengslum við afskipti af bandarískum kosningum. Hann teldi að yrði honum ágengt yrði hernaðaraðstoðin sem þá var á ís loks afgreidd. Volker, sem sagði af sér í september þegar rannsókn þingsins hófst, virtist þar hafa vísað til samsæriskenningar sem Trump og Giuliani aðhyllast um að Úkraínumenn hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 í samkurli við demókrata og reynt að koma sök á Rússa. Enginn fótur er fyrir þeirri kenningu. Cooper sagði þingnefndunum að hún teldi að úkraínskir embættismenn hefðu ekki íhugað beiðni Volker nema að þeir fengju eitthvað sem skipti þá máli í staðinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Það voru tveir hlutir sem úkraínska ríkisstjórnin sóttist eftir á þessu tímabili. Annað var móttökuheimsókn í Hvíta húsinu og hitt var hernaðaraðstoð við Úkraínu,“ sagði Cooper. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í málefnum Úkraínu hafi þó ekki fengið neinar skýringar á hvers vegna aðstoðin hefði verið stöðvuð, aðeins að Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði stöðvað hana vegna áhyggna forsetans af Úkraínu. „Mín tilfinning var að allir aðalleiðtogar bandarískra þjóðaröryggisdeilda og stofnana hafi verið samhuga í þeirri skoðun sinni að þessi aðstoð væri bráðnauðsynleg og þeir voru að reyna að finna leiðir til að ræða við forsetann um þetta,“ sagði Cooper, að sögn AP-fréttastofunnar.Christopher Anderson, fyrrverandi ráðgjafi utanríkisráðuneytisins, bar einnig vitni fyrir þingnefndunum. Hann lýsti áhyggjum sínum af því að áhrif Giuliani á Trump gætu leitt til stefnubreytingar Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu.AP/Susan WalshVildu fresta aðstoðinni þrátt fyrir áhyggjur um lögbrot Þær Cooper og Croft lýstu aðdraganda þess að hernaðaraðstoðin til Úkraínu var fyrst í sumar. Embættismenn Hvíta hússins hafi byrjað að spyrja ítarlegra spurninga um aðstoðina sem þingið og varnarmálaráðuneytið höfðu þegar gefið grænt ljós eftir fund með Trump forseta í júní, um mánuði áður hún var stöðvuð. Cooper sagði spurningarnar hafa snúist um hvaða bandarísku fyrirtæki tengdust aðstoðinni, hvað önnur ríki legðu af mörkum til Úkraínu og hvaða ríkisstofnanir sæju um fjármögnunina. Henni hafi virst að þær spurningar kæmu beint frá Trump forseta. Stöðvun aðstoðarinnar olli embættismönnum varnarmálaráðuneytisins hugarangri í sumar, að sögn Cooper. Þeir hafi óttast að lög væru brotin afgreiddi Hvíta húsið ekki aðstoðina sem þingið hafði samþykkt. Lögin banna að forseti stöðvi einhliða útgjöld sem þingið hefur ákveðið, að sögn New York Times. Hvíta húsið hafi aftur á móti alltaf viljað draga afgreiðsluna lengur og lengur. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram að hann hafi stöðvað hernaðaraðstoðina vegna áhyggna af spillingu í Úkraínu. Cooper bar aftur á móti vitni um að varnarmálaráðuneytið hefði þegar staðfest að stjórnvöld í Kænugarði hefðu náð töluverðum árangri í að uppræta spillingu þegar Hvíta húsið stöðvaði aðstoðina. Embættismenn víða um stjórnkerfið hafi verið gáttaðir á þeirri ákvörðun. Croft sagði frá annarri uppákomu þar sem Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stöðvaði aðstoð til Úkraínu tímabundið veturinn 2017 til 2018 þegar hann var yfir fjárlagaskrifstofunni. Mulvaney hafi stöðvað sendingu á flugskeytum til Úkraínu vegna áhyggna um að það gæti styggt stjórnvöld í Kreml. Sú aðstoð hafi þó verið afgreidd innan örfárra vikna eftir að Mulvaney ræddi við sérfræðinga ríkisstjórnarinnar.Uppfært 13.11.2019 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að opnar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hæfust á fimmtudag. Það rétta er að þær hefjast á miðvikudag, 13. nóvember. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld vissu af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði stöðvað hernaðaraðstoð til landsins áður en það varð opinbert, þvert á það sem forsetinn og bandamenn hafa haldið fram til að rökstyðja að ekkert saknæmt hafi verið við þá ákvörðun. Þetta staðfestu núverandi embættismenn ríkisstjórnarinnar í vitnisburði sem var gerður opinber í gær. Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot í samskiptum sínum við Úkraínu birtu eftirrit af framburði þriggja embættismanna í gær, þar á meðal Catherine Croft, sérfræðings utanríkisráðuneytisins í málefnum Úkraínu. Croft fullyrti við nefndirnar að úkraínsk stjórnvöld hefðu komist að því „mjög snemma“ að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt hefði verið fryst. Fjárlaga- og stjórnunarskrifstofa Hvíta hússins tók þá ákvörðun að skipan Trump 18. júlí. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram að hann hefði ekki getað notað hernaðaraðstoðina til að setja þrýsting á stjórnvöld í Kænugarði til að fallast á rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump þar sem Úkraínumennirnir hafi ekki vitað af því að aðstoðin hefði verið stöðvuð fyrr en seint í ágúst. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en 11. september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að grennslast fyrir um hvað tefði hana. Fram að þessu hefur rannsókn þingsins farið fram á bak við luktar dyr en fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar hefjast á miðvikuudag. Þá kemur William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, fyrir þingnefndirnar. Hann hefur greint frá þeim skilningi sínum að Hvíta húsið hafi gert rannsóknir á pólískum keppninautum Trump að skilyrði fyrir afhendingu hernaðaraðstoðar.Catherine Croft, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í málefnum Úkraínu, kemur af fundi með þingnefnd í lok október.AP/Patrick SemanskyVann eftir „óhefðbundnum“ leiðum Rannsókn þingsins beinist að því hvort að Trump og samverkamenn hans hafi haldið eftir hernaðaraðstoðinni og neitað að funda með Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, nema úkraínsk stjórnvöld samþykktu að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í kosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump hafa staðfest að rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir hafi verið gerðar að skilyrði fyrir því að bandaríski forsetinn fundaði með úkraínskum starfsbróður sínum og að hernaðaraðstoðin yrði afhent. Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, er sagður hafa rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að tryggja forsetanum pólitískt nytsamlegar rannsóknir á andstæðingum hans. Með honum unnu nokkrir erindrekar Bandaríkjastjórnar, þar á meðal Gordon Sondland, sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi vegna átakanna í Austur-Úkraínu.Sjá einnig:Lykilvitni breytti framburði sínum Laura Cooper, sérfræðingur varnarmálaráðuneytisins í málefnum Úkraínu, bar vitni um að Volker hefði sagt sér í ágúst að hann ynni eftir „óhefðbundnum“ diplómatískum leiðum að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að sækja einstaklinga til saka í tengslum við afskipti af bandarískum kosningum. Hann teldi að yrði honum ágengt yrði hernaðaraðstoðin sem þá var á ís loks afgreidd. Volker, sem sagði af sér í september þegar rannsókn þingsins hófst, virtist þar hafa vísað til samsæriskenningar sem Trump og Giuliani aðhyllast um að Úkraínumenn hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 í samkurli við demókrata og reynt að koma sök á Rússa. Enginn fótur er fyrir þeirri kenningu. Cooper sagði þingnefndunum að hún teldi að úkraínskir embættismenn hefðu ekki íhugað beiðni Volker nema að þeir fengju eitthvað sem skipti þá máli í staðinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Það voru tveir hlutir sem úkraínska ríkisstjórnin sóttist eftir á þessu tímabili. Annað var móttökuheimsókn í Hvíta húsinu og hitt var hernaðaraðstoð við Úkraínu,“ sagði Cooper. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í málefnum Úkraínu hafi þó ekki fengið neinar skýringar á hvers vegna aðstoðin hefði verið stöðvuð, aðeins að Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði stöðvað hana vegna áhyggna forsetans af Úkraínu. „Mín tilfinning var að allir aðalleiðtogar bandarískra þjóðaröryggisdeilda og stofnana hafi verið samhuga í þeirri skoðun sinni að þessi aðstoð væri bráðnauðsynleg og þeir voru að reyna að finna leiðir til að ræða við forsetann um þetta,“ sagði Cooper, að sögn AP-fréttastofunnar.Christopher Anderson, fyrrverandi ráðgjafi utanríkisráðuneytisins, bar einnig vitni fyrir þingnefndunum. Hann lýsti áhyggjum sínum af því að áhrif Giuliani á Trump gætu leitt til stefnubreytingar Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu.AP/Susan WalshVildu fresta aðstoðinni þrátt fyrir áhyggjur um lögbrot Þær Cooper og Croft lýstu aðdraganda þess að hernaðaraðstoðin til Úkraínu var fyrst í sumar. Embættismenn Hvíta hússins hafi byrjað að spyrja ítarlegra spurninga um aðstoðina sem þingið og varnarmálaráðuneytið höfðu þegar gefið grænt ljós eftir fund með Trump forseta í júní, um mánuði áður hún var stöðvuð. Cooper sagði spurningarnar hafa snúist um hvaða bandarísku fyrirtæki tengdust aðstoðinni, hvað önnur ríki legðu af mörkum til Úkraínu og hvaða ríkisstofnanir sæju um fjármögnunina. Henni hafi virst að þær spurningar kæmu beint frá Trump forseta. Stöðvun aðstoðarinnar olli embættismönnum varnarmálaráðuneytisins hugarangri í sumar, að sögn Cooper. Þeir hafi óttast að lög væru brotin afgreiddi Hvíta húsið ekki aðstoðina sem þingið hafði samþykkt. Lögin banna að forseti stöðvi einhliða útgjöld sem þingið hefur ákveðið, að sögn New York Times. Hvíta húsið hafi aftur á móti alltaf viljað draga afgreiðsluna lengur og lengur. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram að hann hafi stöðvað hernaðaraðstoðina vegna áhyggna af spillingu í Úkraínu. Cooper bar aftur á móti vitni um að varnarmálaráðuneytið hefði þegar staðfest að stjórnvöld í Kænugarði hefðu náð töluverðum árangri í að uppræta spillingu þegar Hvíta húsið stöðvaði aðstoðina. Embættismenn víða um stjórnkerfið hafi verið gáttaðir á þeirri ákvörðun. Croft sagði frá annarri uppákomu þar sem Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stöðvaði aðstoð til Úkraínu tímabundið veturinn 2017 til 2018 þegar hann var yfir fjárlagaskrifstofunni. Mulvaney hafi stöðvað sendingu á flugskeytum til Úkraínu vegna áhyggna um að það gæti styggt stjórnvöld í Kreml. Sú aðstoð hafi þó verið afgreidd innan örfárra vikna eftir að Mulvaney ræddi við sérfræðinga ríkisstjórnarinnar.Uppfært 13.11.2019 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að opnar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hæfust á fimmtudag. Það rétta er að þær hefjast á miðvikudag, 13. nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25