Nafni Thomas Cook er borgið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 21:48 Thomas Cook lýsti yfir gjaldþroti í lok september. getty/Sean Gallup Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Auk nafnsins fylgdi hótelkeðja Cook, Casa Cook og Cook‘s Club en Fosun mun þar með eiga vörumerki, vefsíður, samfélagsmiðla og hugbúnað Thomas Cook á heimsvísu. Fosun var einn stærsti hluthafi í Thomas Cook fyrir fallið og lék lykilhlutverk í misheppnuðum áætlunum um að bjarga fyrirtækinu. Fosun á hlut í mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum, þar á meðal Club Med og Wolverhampton Wanderes FC. Thomas Cook varð gjaldþrota eftir að hafa skuldsett sig í von um að stækka fyrirtækið og taka yfir rekstur samkeppnisaðila. Eftir fallið þurftu bresk stjórnvöld að grípa til stærstu aðgerða landsins á friðartímum við að koma 150.000 farþegum Thomas Cook aftur til síns heima í Bretlandi. Bretland Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Fall Thomas Cook reiðarslag fyrir ferðamannaiðnað Spánar Stjórnvöld og fyrirtæki í geiranum búa sig undir mikið högg. 13. október 2019 08:05 Mikið verk að koma ósáttum strandaglópum heim Gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook bitnar á sex hundruð þúsund ferðamönnum, þar af um hundrað og fimmtíu þúsund Bretum. 23. september 2019 19:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Auk nafnsins fylgdi hótelkeðja Cook, Casa Cook og Cook‘s Club en Fosun mun þar með eiga vörumerki, vefsíður, samfélagsmiðla og hugbúnað Thomas Cook á heimsvísu. Fosun var einn stærsti hluthafi í Thomas Cook fyrir fallið og lék lykilhlutverk í misheppnuðum áætlunum um að bjarga fyrirtækinu. Fosun á hlut í mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum, þar á meðal Club Med og Wolverhampton Wanderes FC. Thomas Cook varð gjaldþrota eftir að hafa skuldsett sig í von um að stækka fyrirtækið og taka yfir rekstur samkeppnisaðila. Eftir fallið þurftu bresk stjórnvöld að grípa til stærstu aðgerða landsins á friðartímum við að koma 150.000 farþegum Thomas Cook aftur til síns heima í Bretlandi.
Bretland Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Fall Thomas Cook reiðarslag fyrir ferðamannaiðnað Spánar Stjórnvöld og fyrirtæki í geiranum búa sig undir mikið högg. 13. október 2019 08:05 Mikið verk að koma ósáttum strandaglópum heim Gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook bitnar á sex hundruð þúsund ferðamönnum, þar af um hundrað og fimmtíu þúsund Bretum. 23. september 2019 19:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33
Fall Thomas Cook reiðarslag fyrir ferðamannaiðnað Spánar Stjórnvöld og fyrirtæki í geiranum búa sig undir mikið högg. 13. október 2019 08:05
Mikið verk að koma ósáttum strandaglópum heim Gjaldþrot bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook bitnar á sex hundruð þúsund ferðamönnum, þar af um hundrað og fimmtíu þúsund Bretum. 23. september 2019 19:00