Novator fjárfesti í Stripe Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Björgólfur Thor Björgólfsson. Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Sjá meira