Áhugi erlendra fjárfesta glæðist á ný Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 06:45 Haraldur segir að hlutfall erlendra fjárfesta á hluta- og skuldabréfamarkaðnum sé lágt. Fréttablaðið/Ernir Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir að áhugi erlendra fjárfesta á íslenska markaðnum hafi glæðst á nýjan leik eftir að FTSE hóf að taka íslensk fyrirtæki inn í sitt mengi af vísitölum í haust. Margir fjárfestar beri sig saman við vísitölurnar og fylgi þeim jafnvel nákvæmlega eftir. „Vísitölurnar beina sjónum erlendra fjárfesta til landsins sem áður höfðu ekki veitt því gaum.“ Fossar markaðir stóðu fyrir fjárfestadegi í New York á föstudag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði frá efnahag landsins og þrír forstjórar kynntu fyrirtækin sem þeir stýra. Um var að ræða Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, Orra Hauksson, forstjóra Símans, og Sigurð Viðarsson, forstjóra TM. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fundir með erlendum fjárfestum séu langhlaup. „Það liggur ekki strax fyrir hvort fjárfestar muni sýna Símanum áhuga eftir fjárfestadaginn. Oft þarf nokkra fundi áður en þeir treysta sér til að leggja fé á erlenda markaði.“ Haraldur segir að það sé eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. „Það er meðal annars vegna þess að fylgni íslenska markaðarins við alþjóðlega markaði er lítil. Enn fremur eru grunnstærðir í hagkerfinu áhugaverðar og verðlagning fyrirtækja álitleg. Íslenskar eignir passa vel inn í dreift alþjóðlegt eignasafn,“ segir hann. Haraldur segir að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenska hluta- og skuldabréfamarkaðnum sé afar lágt hlutfall. „Á hinum Norðurlöndunum er hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði oft um 40 prósent. Á Íslandi er hlutfallið, sem er aðeins breytilegt þar sem Arion banki og Marel eru með tvíhlíða skráningu á erlendan markað, um 15 prósent. Hlutfallið hefur raunar aukist verulega frá losun fjármagnshafta árið 2017 þegar það var þrjú prósent. En það er enn umtalsvert lægra en þekkist í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við,“ segir hann. Haraldur rifjar upp að Fossar markaðir stóðu fyrir fjárfestadegi í London í júní. „Stefnt er að því að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári. Fossar markaðir hafa verið leiðandi í að koma með erlenda fjárfesta til Íslands. Tengslanetið er orðið ansi víðfeðmt sem endurspeglast í góðri þátttöku á fjárfestadeginum í New York. Þarna var einnig töluvert af fjárfestum sem við höfum ekki séð áður. Fjárfestarnir komu fyrst og fremst frá New York en einhverjir komu frá Connecticut og enn aðrir komu alla leið frá Boston. Það er allur gangur á því hvers lags fjárfestar þetta voru.“Hvaða spurningar fáið þið frá erlendum fjárfestum? „Þeir spyrja grunnspurninga um heilbrigði hagkerfisins, hvernig horfur eru og hvernig krónan standi. Gjaldmiðillinn er töluvert til umræðu. Sumir fjárfestar óttast krónuna og kjósa að verja sig gagnvart gengishreyfingum á meðan aðrir sjá tækifæri í að vera með opna stöðu. Þeir telja að hagtölur líti vel út og það sé akkur í að veðja líka á krónuna,“ segir Haraldur.Hvaða augum líta erlendir fjárfestar það að hlutabréfaverð á Íslandi hefur almennt farið lækkandi á síðustu árum ef litið er fram hjá Marel? „Fyrir fjárfesta sem eru að íhuga að fjárfesta á Íslandi gerir það tækifærið enn meira spennandi. Aftur á móti eru þeir fjárfestar sem þegar hafa lagt hingað fé síður ánægðir með þá þróun. Í flestum tilvikum eru þetta langtímafjárfestar sem hafa þolinmæði til að bíða eftir því að markaðsvirði endurspegli undirstöðuvirði þeirra félaga sem þeir fjárfesta í. Þá ber einnig að hafa í huga að það eru til fleiri eignarflokkar en skráð hlutabréf. Ávöxtun skuldabréfa hefur til að mynda verið afar góð að undanförnu.“Óttast erlendir fjárfestar ekki að það sé ekki nægilegt flæði á íslenska markaðnum til að viðhalda skilvirkri verðmyndun? „Mengi erlendra fjárfesta er afar fjölbreytt. Sumir vilja ekki fjárfesta hér á landi því seljanleiki er of lítill á meðan aðrir sérhæfa sig í minni fyrirtækjum og fylgifiskur þess er að seljanleiki þeirra bréfa er minni. Sumir horfa einungis á tilteknar atvinnugreinar á meðan enn aðrir vilja að eignasafnið sé dreift. Það er því ekkert eitt algilt svar við þessari spurningu.“ Nú hafa margir erlendir fjárfestar dregið úr vægi fjárfestinga sinna á Íslandi. Sumir hafa sagt að Fossar hafi „ofselt“ Ísland. Hvaða augum lítur þú þá staðhæfingu? „Það er af og frá að við höfum ofselt Ísland og horft fram í tímann teljum við að horfur hér á Íslandi séu mjög góðar. Það mun verða meira innflæði erlendis frá á komandi misserum en útflæði frá landinu og það mun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir ákvörðunum fjárfesta. Það þarf að horfa til þess hvenær þeir hófu að fjárfesta hér á landi, hvenær þeir selja, hvernig fjárfestingunni hefur vegnað og jafnvel hvernig aðstæður eru á öðrum mörkuðum í heiminum. Fjárfestar geta þurft að bregðast við útflæði úr eigin sjóðum og þurft að endurstilla eignasöfn sín með því að selja eignir. Enn fremur eru aðrir sem gætu þurft að bæta við stöður sínar. Sem betur fer búum við nú við opið hagkerfi og markað þar sem fjármagn flæðir frjálst til og frá landinu. Eignarhald á fjárfestingum hér á landi getur því tekið sífelldum breytingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir að áhugi erlendra fjárfesta á íslenska markaðnum hafi glæðst á nýjan leik eftir að FTSE hóf að taka íslensk fyrirtæki inn í sitt mengi af vísitölum í haust. Margir fjárfestar beri sig saman við vísitölurnar og fylgi þeim jafnvel nákvæmlega eftir. „Vísitölurnar beina sjónum erlendra fjárfesta til landsins sem áður höfðu ekki veitt því gaum.“ Fossar markaðir stóðu fyrir fjárfestadegi í New York á föstudag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði frá efnahag landsins og þrír forstjórar kynntu fyrirtækin sem þeir stýra. Um var að ræða Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, Orra Hauksson, forstjóra Símans, og Sigurð Viðarsson, forstjóra TM. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fundir með erlendum fjárfestum séu langhlaup. „Það liggur ekki strax fyrir hvort fjárfestar muni sýna Símanum áhuga eftir fjárfestadaginn. Oft þarf nokkra fundi áður en þeir treysta sér til að leggja fé á erlenda markaði.“ Haraldur segir að það sé eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. „Það er meðal annars vegna þess að fylgni íslenska markaðarins við alþjóðlega markaði er lítil. Enn fremur eru grunnstærðir í hagkerfinu áhugaverðar og verðlagning fyrirtækja álitleg. Íslenskar eignir passa vel inn í dreift alþjóðlegt eignasafn,“ segir hann. Haraldur segir að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenska hluta- og skuldabréfamarkaðnum sé afar lágt hlutfall. „Á hinum Norðurlöndunum er hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði oft um 40 prósent. Á Íslandi er hlutfallið, sem er aðeins breytilegt þar sem Arion banki og Marel eru með tvíhlíða skráningu á erlendan markað, um 15 prósent. Hlutfallið hefur raunar aukist verulega frá losun fjármagnshafta árið 2017 þegar það var þrjú prósent. En það er enn umtalsvert lægra en þekkist í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við,“ segir hann. Haraldur rifjar upp að Fossar markaðir stóðu fyrir fjárfestadegi í London í júní. „Stefnt er að því að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári. Fossar markaðir hafa verið leiðandi í að koma með erlenda fjárfesta til Íslands. Tengslanetið er orðið ansi víðfeðmt sem endurspeglast í góðri þátttöku á fjárfestadeginum í New York. Þarna var einnig töluvert af fjárfestum sem við höfum ekki séð áður. Fjárfestarnir komu fyrst og fremst frá New York en einhverjir komu frá Connecticut og enn aðrir komu alla leið frá Boston. Það er allur gangur á því hvers lags fjárfestar þetta voru.“Hvaða spurningar fáið þið frá erlendum fjárfestum? „Þeir spyrja grunnspurninga um heilbrigði hagkerfisins, hvernig horfur eru og hvernig krónan standi. Gjaldmiðillinn er töluvert til umræðu. Sumir fjárfestar óttast krónuna og kjósa að verja sig gagnvart gengishreyfingum á meðan aðrir sjá tækifæri í að vera með opna stöðu. Þeir telja að hagtölur líti vel út og það sé akkur í að veðja líka á krónuna,“ segir Haraldur.Hvaða augum líta erlendir fjárfestar það að hlutabréfaverð á Íslandi hefur almennt farið lækkandi á síðustu árum ef litið er fram hjá Marel? „Fyrir fjárfesta sem eru að íhuga að fjárfesta á Íslandi gerir það tækifærið enn meira spennandi. Aftur á móti eru þeir fjárfestar sem þegar hafa lagt hingað fé síður ánægðir með þá þróun. Í flestum tilvikum eru þetta langtímafjárfestar sem hafa þolinmæði til að bíða eftir því að markaðsvirði endurspegli undirstöðuvirði þeirra félaga sem þeir fjárfesta í. Þá ber einnig að hafa í huga að það eru til fleiri eignarflokkar en skráð hlutabréf. Ávöxtun skuldabréfa hefur til að mynda verið afar góð að undanförnu.“Óttast erlendir fjárfestar ekki að það sé ekki nægilegt flæði á íslenska markaðnum til að viðhalda skilvirkri verðmyndun? „Mengi erlendra fjárfesta er afar fjölbreytt. Sumir vilja ekki fjárfesta hér á landi því seljanleiki er of lítill á meðan aðrir sérhæfa sig í minni fyrirtækjum og fylgifiskur þess er að seljanleiki þeirra bréfa er minni. Sumir horfa einungis á tilteknar atvinnugreinar á meðan enn aðrir vilja að eignasafnið sé dreift. Það er því ekkert eitt algilt svar við þessari spurningu.“ Nú hafa margir erlendir fjárfestar dregið úr vægi fjárfestinga sinna á Íslandi. Sumir hafa sagt að Fossar hafi „ofselt“ Ísland. Hvaða augum lítur þú þá staðhæfingu? „Það er af og frá að við höfum ofselt Ísland og horft fram í tímann teljum við að horfur hér á Íslandi séu mjög góðar. Það mun verða meira innflæði erlendis frá á komandi misserum en útflæði frá landinu og það mun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir ákvörðunum fjárfesta. Það þarf að horfa til þess hvenær þeir hófu að fjárfesta hér á landi, hvenær þeir selja, hvernig fjárfestingunni hefur vegnað og jafnvel hvernig aðstæður eru á öðrum mörkuðum í heiminum. Fjárfestar geta þurft að bregðast við útflæði úr eigin sjóðum og þurft að endurstilla eignasöfn sín með því að selja eignir. Enn fremur eru aðrir sem gætu þurft að bæta við stöður sínar. Sem betur fer búum við nú við opið hagkerfi og markað þar sem fjármagn flæðir frjálst til og frá landinu. Eignarhald á fjárfestingum hér á landi getur því tekið sífelldum breytingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira