Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2019 13:21 Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. fréttablaðið/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. Þá hefur skattarannsóknarstjóra borist gögn frá namibískum yfirvöldum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafa tekið mál Samherja til skoðunar í kjölfar umfjöllunar Kveiks þar sem Samherji er sakaður um að hafa mútað namibískum embættismönnum með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. Aðalviðmælandi Kveiks var Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, sem hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar sem beinist gegn Samherja þar í landi. Hann mætti til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í gærmorgun. Í samtali við fréttastofu gat hann ekki tjáð sig um það hvort að Jóhannes hefði gefið sig sjálfur fram við embættið eða hvort embættið hefði óskað eftir því að Jóhannes mætti í skýrslutöku. Ólafur hefur sagt að þungi málsins sé í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld. Þá eiga greiðslur frá Samherja að hafa farið í gegnum norskan banka. Ólafur vildi þó ekki tjá sig í hvaða farvegi sá angi væri. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Var það leitt inn í hegningarlög árið 1997 en meint brot Samherja eiga að hafa átt sér stað síðastliðin ár.Kjarninn greindi frá því í morgun að skattrannsóknarstjóra hafi borist ný gögn frá namibískum yfirvöldum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði hins vegar í skriflegu svari til miðilsins að ekki væri frekar hægt að upplýsa um það á þessu stigi, þar á meðal að hverjum gögnin beinast. Samherjaskjölin Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. Þá hefur skattarannsóknarstjóra borist gögn frá namibískum yfirvöldum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafa tekið mál Samherja til skoðunar í kjölfar umfjöllunar Kveiks þar sem Samherji er sakaður um að hafa mútað namibískum embættismönnum með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. Aðalviðmælandi Kveiks var Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, sem hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar sem beinist gegn Samherja þar í landi. Hann mætti til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í gærmorgun. Í samtali við fréttastofu gat hann ekki tjáð sig um það hvort að Jóhannes hefði gefið sig sjálfur fram við embættið eða hvort embættið hefði óskað eftir því að Jóhannes mætti í skýrslutöku. Ólafur hefur sagt að þungi málsins sé í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld. Þá eiga greiðslur frá Samherja að hafa farið í gegnum norskan banka. Ólafur vildi þó ekki tjá sig í hvaða farvegi sá angi væri. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Var það leitt inn í hegningarlög árið 1997 en meint brot Samherja eiga að hafa átt sér stað síðastliðin ár.Kjarninn greindi frá því í morgun að skattrannsóknarstjóra hafi borist ný gögn frá namibískum yfirvöldum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði hins vegar í skriflegu svari til miðilsins að ekki væri frekar hægt að upplýsa um það á þessu stigi, þar á meðal að hverjum gögnin beinast.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira