Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2019 13:21 Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. fréttablaðið/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. Þá hefur skattarannsóknarstjóra borist gögn frá namibískum yfirvöldum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafa tekið mál Samherja til skoðunar í kjölfar umfjöllunar Kveiks þar sem Samherji er sakaður um að hafa mútað namibískum embættismönnum með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. Aðalviðmælandi Kveiks var Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, sem hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar sem beinist gegn Samherja þar í landi. Hann mætti til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í gærmorgun. Í samtali við fréttastofu gat hann ekki tjáð sig um það hvort að Jóhannes hefði gefið sig sjálfur fram við embættið eða hvort embættið hefði óskað eftir því að Jóhannes mætti í skýrslutöku. Ólafur hefur sagt að þungi málsins sé í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld. Þá eiga greiðslur frá Samherja að hafa farið í gegnum norskan banka. Ólafur vildi þó ekki tjá sig í hvaða farvegi sá angi væri. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Var það leitt inn í hegningarlög árið 1997 en meint brot Samherja eiga að hafa átt sér stað síðastliðin ár.Kjarninn greindi frá því í morgun að skattrannsóknarstjóra hafi borist ný gögn frá namibískum yfirvöldum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði hins vegar í skriflegu svari til miðilsins að ekki væri frekar hægt að upplýsa um það á þessu stigi, þar á meðal að hverjum gögnin beinast. Samherjaskjölin Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. Þá hefur skattarannsóknarstjóra borist gögn frá namibískum yfirvöldum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafa tekið mál Samherja til skoðunar í kjölfar umfjöllunar Kveiks þar sem Samherji er sakaður um að hafa mútað namibískum embættismönnum með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. Aðalviðmælandi Kveiks var Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, sem hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna spillingarannsóknar sem beinist gegn Samherja þar í landi. Hann mætti til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í gærmorgun. Í samtali við fréttastofu gat hann ekki tjáð sig um það hvort að Jóhannes hefði gefið sig sjálfur fram við embættið eða hvort embættið hefði óskað eftir því að Jóhannes mætti í skýrslutöku. Ólafur hefur sagt að þungi málsins sé í Namibíu og það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld. Þá eiga greiðslur frá Samherja að hafa farið í gegnum norskan banka. Ólafur vildi þó ekki tjá sig í hvaða farvegi sá angi væri. Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Var það leitt inn í hegningarlög árið 1997 en meint brot Samherja eiga að hafa átt sér stað síðastliðin ár.Kjarninn greindi frá því í morgun að skattrannsóknarstjóra hafi borist ný gögn frá namibískum yfirvöldum. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði hins vegar í skriflegu svari til miðilsins að ekki væri frekar hægt að upplýsa um það á þessu stigi, þar á meðal að hverjum gögnin beinast.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira