„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum að fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í dag. Ráðherra svaraði fullum hálsi. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland „spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi. Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða en Logi rifjaði jafnframt upp veru Íslands á gráum peningaþvættislista, Panamaskjölin og efnahagshrunið. „Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki í Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?“ spurði Logi.Bjarni Benedkiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hækkaði róminn þegar hann svaraði Loga.Vísir/VilhelmBjarni brást ókvæða við ummælum Loga. „Það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur hér upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum, þessari lýsingu á landinu okkar og það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum,“ sagði Bjarni. Hann taki málið þó alvarlega og sagði standa til að láta viðeigandi stofnanir rannsaka málið til hlítar. Logi spurði einnig hvort Bjarni teldi eðlilegt að svo mikill auður geti safnast í hendur eins fyrirtækis sem geti síðan skapað bæði „orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki,“ líkt og Logi orðaði það. „Sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur hvernig við tökum á þeim. Hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka, ákæra, dæma þar sem það á við,“ sagði Bjarni. „Ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með núna síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu,“ sagði Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira