Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 16:46 Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47