Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 21:00 Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“ Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira