Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 21:00 Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“ Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira