Innlent

Nem­endur HÍ sigruðu EES mál­flutnings­keppnina

Eiður Þór Árnason skrifar
Hér má sjá sigurvegaranna (f.v) Evu Hauksdóttur, Ólöfu Emblu Eyjólfsdóttur, Jón Sigurðsson og Maju Aleksöndru Bednarowicz.
Hér má sjá sigurvegaranna (f.v) Evu Hauksdóttur, Ólöfu Emblu Eyjólfsdóttur, Jón Sigurðsson og Maju Aleksöndru Bednarowicz. ESA
Nemendur við Lagadeild Háskóla Íslands sigruðu EES málflutningskeppnina árið 2019 sem var haldin nú um helgina. Keppnin var skipulögð af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Sigurliðið var skipað þeim Evu Hauksdóttur, Ólöfu Emblu Eyjólfsdóttur, Jóni Sigurðssyni og Maju Aleksöndru Bednarowicz. Eva Hauksdóttir hlaut jafnframt sérstaka viðurkenningu sem besti ræðumaður keppninnar.

Í úrslitaviðureigninni keppti annað tveggja liða Háskóla Íslands á móti liði frá Háskólanum í Reykjavík og sigraði lið HÍ keppnina.

Keppnin var sett upp í anda réttarhalda við EFTA dómstólinn þar sem laganemar fá tækifæri til að tala máli málsaðila í tilbúnu dómsmáli. Keppnin fór fram í húsnæði Hæstaréttar Íslands og var þetta í fyrsta skipti sem haldin var sameiginleg keppni íslenskra og norskra háskóla, í tilefni af 25 ára afmæli EES-samningsins. Þannig höfðu háskólarnir Osló, Bergen og Tromsø einnig þátttökurétt í keppninni.

Í vinning hlaut lið Háskóla Íslands ferð til Brussel og Lúxemborgar þar sem þau meðal annars heimsækja EFTA-dómstólinn, Evrópudómstólinn og sækja sérstakar málstofur og kynningar á vegum ESA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×