Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2019 20:22 Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira