Veggjöld nýtt til framkvæmda Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira