Samkeppni skilin frá öðrum þáttum 16. nóvember 2019 08:30 Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. Fréttablaðið/ernir Stjórn Isavia hefur samþykkt verulega breytt skipulag. Stofnuð verða sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi Isavia, og verður þá samkeppnisrekstur aðskilinn frá öðrum þáttum fyrirtækisins. Breytingarnar munu taka gildi um áramót. Þetta var kynnt innan fyrirtækisins í gær. Isavia, sem er opinbert hlutafélag, rekur net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Starfsmenn telja nú um 1.300 manns. Flugvallasvið og flugleiðsögusvið verða gerð að sérstökum dótturfélögum. Af núverandi dótturfélögum Isavia mun Fríhöfnin haldast óbreytt, fyrirtækið Domavia verður félag um innanlandsflugvelli landsins. Fyrirtækin Tern, sem þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu, og grænlenska flugleiðsöguþjónustufyrirtækið Suluk verða færð undir flugleiðsögu. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessu sé verið að tengja betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Verið sé að aðskilja ólíkar rekstrareiningar félagsins. „Í fyrsta lagi starfsemi sem rekin er á ríkisframlögum, í öðru lagi þá þætti sem byggja á endurheimt útlagðs kostnaðar og að lokum þá starfsemi sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni,“ segir Sveinbjörn. „Hver hluti þessarar ólíku starfsemi mun fá sitt eigið vægi, stjórn og tækifæri til innleiðingar mismunandi áherslna.“ Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. „Þar liggja stærstu viðskiptatækifærin og mesta rekstraráhættan. Það er mikilvægt að þræðir stjórnar Isavia liggi beint inn til Keflavíkurflugvallar.“ Sveinbjörn segir að ekki sé þörf á jafn umfangsmikilli umsýslu stoðþjónustu hjá flugvallarsviðinu og á flugleiðsögusviðinu. Stoðsvið félagsins verða eftir hjá móðurfélaginu. Þá verður stofnað nýtt stoðsvið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Stjórn Isavia hefur samþykkt verulega breytt skipulag. Stofnuð verða sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi Isavia, og verður þá samkeppnisrekstur aðskilinn frá öðrum þáttum fyrirtækisins. Breytingarnar munu taka gildi um áramót. Þetta var kynnt innan fyrirtækisins í gær. Isavia, sem er opinbert hlutafélag, rekur net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Starfsmenn telja nú um 1.300 manns. Flugvallasvið og flugleiðsögusvið verða gerð að sérstökum dótturfélögum. Af núverandi dótturfélögum Isavia mun Fríhöfnin haldast óbreytt, fyrirtækið Domavia verður félag um innanlandsflugvelli landsins. Fyrirtækin Tern, sem þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónustu, og grænlenska flugleiðsöguþjónustufyrirtækið Suluk verða færð undir flugleiðsögu. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessu sé verið að tengja betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Verið sé að aðskilja ólíkar rekstrareiningar félagsins. „Í fyrsta lagi starfsemi sem rekin er á ríkisframlögum, í öðru lagi þá þætti sem byggja á endurheimt útlagðs kostnaðar og að lokum þá starfsemi sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni,“ segir Sveinbjörn. „Hver hluti þessarar ólíku starfsemi mun fá sitt eigið vægi, stjórn og tækifæri til innleiðingar mismunandi áherslna.“ Keflavíkurflugvöllur mun verða móðurfélag Isavia. „Þar liggja stærstu viðskiptatækifærin og mesta rekstraráhættan. Það er mikilvægt að þræðir stjórnar Isavia liggi beint inn til Keflavíkurflugvallar.“ Sveinbjörn segir að ekki sé þörf á jafn umfangsmikilli umsýslu stoðþjónustu hjá flugvallarsviðinu og á flugleiðsögusviðinu. Stoðsvið félagsins verða eftir hjá móðurfélaginu. Þá verður stofnað nýtt stoðsvið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira