Tíu heimsmeistarar í skák keppa á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2019 12:00 Veglegt mótsblað og afmælisblað Skákfélags Selfoss og nágrennis verður gefið út í tengslum við mótið. Skákfélag Selfoss og nágrennis Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu. Árborg Skák Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira
Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu.
Árborg Skák Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira