Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 12:14 Olíuverð var hækkað um 50 prósent í gær af írönsku ríkisstjórninni. AP/Vahid Salemi Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins sem hefur fregnirnar eftir ríkismiðli Íran. Verð hækkaði um 50% á föstudag en yfirvöld drógu verulega úr niðurgreiðslu eldsneytis til að bregðast við áhrifum viðskiptaþvingana Bandaríkjanna sem hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi Íran. Bandaríkin hafa lagt miklar viðskiptaþvinganir á útflutning íranskrar olíu í kjölfar þess að Bandaríkin drógu sig einhliða úr kjarnorkusamningi ríkjanna tveggja og fleiri stórvelda árið 2018. Ríkisútvarp Íran, IRNA, greindi frá „alvarlegum“ mótmælum í Sirjan borg, í miðju Íran, á föstudagskvöld en þar réðust mótmælendur að olíugeymslu og reyndu að kveikja í.Mikið öngþveiti myndaðist þegar ökumenn yfirgáfu bíla sína í mótmælaaðgerðum í Mashhad í Íran.AP/Vahid SalemiIRNA hafði það eftir ríkisstjóra Sirjan að einn hafi látist og nokkrir til viðbótar hafi særst. Mótmæli brutust einnig út í fleiri borgum, þar á meðal Mashhad, Birjand, Ahvaz, Gachsaran, Abadan, Khomarmshahr, Mahshahr, Shiraz og Bandar Abbas. Í Mashhad, sem er önnur stærsta borg Íran, hindruðu tugir mótmælenda umferð með því að yfirgefa bíla sína og sköpuðu þeir umferðaröngþveiti. Myndbönd voru birt á netinu þar sem ökumenn sáust stöðva umferðina á Imam Ali hraðbrautinni og kyrja slagorð þar sem þeir hvöttu lögregluna að ganga til liðs við sig. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur. Ríkisstjórnin segir að það sem gjaldahækkunin muni skila í ríkissjóð veðri notað til að styrkja fátækar fjölskyldur. Mohammad Baqer Nobakht, yfirmaður fjárútlátsstofnunar Íran, sagði að frá og með þessum mánuði muni 18 milljón fjölskyldur fá fjárstyrki, sem fjármagnaðir verða með hækkuðu olíuverði.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13