Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 19:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira