Safnar sögum af hótunum og spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 17:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir „Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna. Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna.
Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira