Safnar sögum af hótunum og spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 17:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir „Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna. Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Þekkir þú sögu um hótanir á Íslandi? Til dæmis vinnuveitandi að gefa í skyn að flokksmenn einhvers stjórnmálaflokks séu ekki velkomnir eða samkeppnisaðili að monta sig af valdamiklum vinum? Ef svo, vinsamlegast gefðu þér smá tíma til þess að skrifa stutta lýsingu af reynslu þinni. Vinsamlegast hafðu söguna þína nafnlausa.“ Svona hefst stutt lýsing á vefsíðu sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, setti upp í dag. Þar biður hann fólk sem á sögur af framferði eins og því sem hann lýsir að setja fram innlegg með sögum sínum. Björn Leví segist hafa fengið hugmyndina í kjölfar Silfursins á RÚV fyrr í dag. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur um það að fólki sé hótað vinnunni og fólk þori ekki að mæta fundi hjá okkur,“ segir Björn Leví og vísar þá til þess að atvinnurekendur vilji ekki ráða fólk í vinnu vegna stjórnmálaskoðana þeirra. „Þetta er þekkt úti á landi og maður hefur heyrt þessar sögur.“Sett upp líkt og MeToo Björn Leví segist vilja halda sögunum nafnlausum og að hann hafi sótt innblástur í uppsetningu upplýsingasöfnunarinnar í MeToo-byltinguna. Það form hafi gefist vel til þess að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður. Aðspurður segist Björn Leví ekki vita hvenær eða með hvaða hætti niðurstöður könnunarinnar verði birtar, en segir að það verði gert með einhverjum hætti. „Ég veit ekkert hvernig viðbrögðin verða við þessu. Þetta er svona smá tilraun til þess að fá fólk til þess að segja frá.“ Björn Leví leggur áherslu á að sögurnar séu nafnlausar, bæði með tilliti til þeirra sem senda inn sögurnar og aðra sem þar koma fram. „Þetta er á sömu forsendum og MeToo, fólk sé ekki nefna hverjir það voru að hóta eða hverjum var hótað.“Hér er má nálgast hlekk á síðuna.
Alþingi Píratar Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira