Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka. Fréttablaðið/Valli Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur vill að farið verði í íbúakosningu um deiliskipulag í útjaðri Elliðaárdalsins þar sem til stendur að reisa gróðurhvelfingar ALDIN Biodome. Fram kemur í tillögu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins, sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundi á morgun, að atkvæðagreiðslan verði rafræn fyrir alla íbúa Reykjavíkur. Á sama fundi verður tekin fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um deiliskipulagið sem samþykkt var á síðasta borgarráðsfundi. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. Verkefnið kemur til með að kosta um 4,5 milljarða. „Það var ekkert um það í stefnuskrá flokkanna sem buðu sig fram í síðustu kosningum að farið yrði í uppbyggingu á þessum stað. Þetta er þverpólitískt deilumál. Þarna er verið að ganga á grænu svæðin í borginni og við teljum að það eigi ekki að gera það nema spyrja íbúana fyrst,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við heyrum að það er fólk í ólíkum flokkum sem vill passa upp á grænu svæðin í borginni og Elliðaárdalurinn er það svæði sem er hvað minnst raskað og er hvað náttúrulegast.“Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti PírataSanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, tekur í sama streng. „Það er talað um að þetta eigi að vera græn uppbygging. Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu,“ segir Sanna. „Það er talað um að þetta eigi að vera í útjaðri Elliðaárdalsins, en þegar ég skoða myndir af þessu þá er þetta í Elliðaárdalnum í mínum huga.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er á öðru máli. „Ég hef byggt mína pólitík á því að almenningur geti komið sínum skoðunum á framfæri og er alltaf til í að skoða svona möguleika. Mér er hins vegar annt um að fara eftir kröfum sem raunverulega koma frá kjósendum og íbúum,“ segir Dóra Björt. „Ég er orðin þreytt á því að minnihlutinn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sé að draga fram og misnota hugmyndir um íbúalýðræði þegar þeir vilja ekki einu sinni hlusta á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Að draga fram svona hálfkákstillögur um íbúakosningu þegar það hentar þeim.“Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks ÍslandsBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst harðlega gegn uppbyggingunni. „Ég er viss um það að kjósendur meirihlutaflokkanna, Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, séu margir hverjir sammála okkur um að láta þetta svæði í friði,“ segir Eyþór. „Það er undarlegt að farið sé að úthluta borgarlandi með þessum hætti án þess að það sé auglýst. Það eru margir gallar í þessu, þarna er verið að afhenda gæði borgarinnar án auglýsingar. Síðan liggur ekki fyrir hvernig á að fjármagna þetta eða hvernig rekstur þarna á að ganga upp, þannig að það getur eitthvað allt annað endað þarna.“ Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir miklar tilfinningar tengdar Elliðaárdalnum. „Það er aldrei farsælt að fara í svona verkefni nema með samþykki íbúa,“ segir Kolbrún. „Ég man eftir því þegar ég var í hópnum Betra Breiðholt, þá kom upp umræða um að hafa slökkviliðið á þessum stað. Þá voru mjög harkaleg viðbrögð.“ Dóra Björt segir tillöguna ekki standast formkröfur. „Þau eru svo mikið að drífa sig í að koma innihaldinu í einhverjar Facebook-færslur. Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur vill að farið verði í íbúakosningu um deiliskipulag í útjaðri Elliðaárdalsins þar sem til stendur að reisa gróðurhvelfingar ALDIN Biodome. Fram kemur í tillögu Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins, sem lögð verður fram á borgarstjórnarfundi á morgun, að atkvæðagreiðslan verði rafræn fyrir alla íbúa Reykjavíkur. Á sama fundi verður tekin fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um deiliskipulagið sem samþykkt var á síðasta borgarráðsfundi. Um er að ræða 4.500 fermetra niðurgrafnar gróðurhvelfingar þar sem verður fjölbreytt vistkerfi sem býður upp á nærandi upplifun, ræktunar- og verslunarrými, græna vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir jóga og fleira. Verkefnið kemur til með að kosta um 4,5 milljarða. „Það var ekkert um það í stefnuskrá flokkanna sem buðu sig fram í síðustu kosningum að farið yrði í uppbyggingu á þessum stað. Þetta er þverpólitískt deilumál. Þarna er verið að ganga á grænu svæðin í borginni og við teljum að það eigi ekki að gera það nema spyrja íbúana fyrst,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við heyrum að það er fólk í ólíkum flokkum sem vill passa upp á grænu svæðin í borginni og Elliðaárdalurinn er það svæði sem er hvað minnst raskað og er hvað náttúrulegast.“Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti PírataSanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, tekur í sama streng. „Það er talað um að þetta eigi að vera græn uppbygging. Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu,“ segir Sanna. „Það er talað um að þetta eigi að vera í útjaðri Elliðaárdalsins, en þegar ég skoða myndir af þessu þá er þetta í Elliðaárdalnum í mínum huga.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er á öðru máli. „Ég hef byggt mína pólitík á því að almenningur geti komið sínum skoðunum á framfæri og er alltaf til í að skoða svona möguleika. Mér er hins vegar annt um að fara eftir kröfum sem raunverulega koma frá kjósendum og íbúum,“ segir Dóra Björt. „Ég er orðin þreytt á því að minnihlutinn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, sé að draga fram og misnota hugmyndir um íbúalýðræði þegar þeir vilja ekki einu sinni hlusta á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Að draga fram svona hálfkákstillögur um íbúakosningu þegar það hentar þeim.“Þarna er grænt svæði fyrir þannig að ég skil ekki hvers vegna það þurfi að heimila uppbyggingu á atvinnustarfsemi í svona fallegri náttúruperlu. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks ÍslandsBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst harðlega gegn uppbyggingunni. „Ég er viss um það að kjósendur meirihlutaflokkanna, Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar, séu margir hverjir sammála okkur um að láta þetta svæði í friði,“ segir Eyþór. „Það er undarlegt að farið sé að úthluta borgarlandi með þessum hætti án þess að það sé auglýst. Það eru margir gallar í þessu, þarna er verið að afhenda gæði borgarinnar án auglýsingar. Síðan liggur ekki fyrir hvernig á að fjármagna þetta eða hvernig rekstur þarna á að ganga upp, þannig að það getur eitthvað allt annað endað þarna.“ Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir miklar tilfinningar tengdar Elliðaárdalnum. „Það er aldrei farsælt að fara í svona verkefni nema með samþykki íbúa,“ segir Kolbrún. „Ég man eftir því þegar ég var í hópnum Betra Breiðholt, þá kom upp umræða um að hafa slökkviliðið á þessum stað. Þá voru mjög harkaleg viðbrögð.“ Dóra Björt segir tillöguna ekki standast formkröfur. „Þau eru svo mikið að drífa sig í að koma innihaldinu í einhverjar Facebook-færslur. Ég nenni ekki að eltast við svona ódýr áróðurstrikk.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15