Alþjóðlegur baráttudagur karla Arnar Sverrisson skrifar 18. nóvember 2019 09:30 Fyrir heilli öld síðan og ári betur var 23. febrúar tileinkaður hetjunum föðurlandsins. Þeir vörðu landið gegn fjendum sínum. Föðurlandið var Rússland eða Ráðstjórnarríkin sálugu. (Þar frelsuðust konur í byltingunni 1917.) Eðli málsins samkvæmt var aðallega um karlmenn að ræða. Smám saman varð dagurinn eins konar hátíðisdagur til heiðurs öllum körlum. Haldnar eru tilhlýðilegar tölur á vinnustöðum; mæður, eiginkonur og börn færa uppáhalds körlum sínum meira að segja gjafir. Sums staðar dansa konurnar körlunum til heiðurs, raka þá og klippa – og þeir heppnustu fá meira að segja nudd. Og þetta gerist á vinnustaðnum. (Olga Ringquist). Karlar á Vesturlöndum eru ekki eins happasælir og þeir rússnesku. Það hefur vafalaust einnig talið Thomas nokkur Oaster í Kansas í Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem nú er nefndur til sögu. Tómas, sem veitti forstöðu rannsóknarmiðstöð háskólans í Missouri um karlamál (Missouri Center for Men‘s Studies), hafði um árabil reynt að draga athygli manna að stöðu drengja og karla. Í þeirri viðleitni skaut upp í kolli hans hugmyndinni um karladag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur sjöunda febrúar 1992 í Kansas með fulltrúum frá Möltu og Ástralíu. Skipuleggjendur í Missouri misstu fljótlega vindinn úr seglunum, en byrinn reyndist betri á Möltu, þar sem hátíðahöld í einhverri mynd hafa átt sér stað árlega síðan 1994. Það var von Tómasar, að slíkur dagur, þar sem beint væri kastljósi að stöðu karla og drengja, gæti stuðlað að vitundarvakningu um menningarleg afrek karla og valfrelsi um lífshætti. Einkum lagði hann áherslu á eftirtalin hugðarefni; fagna framlagi karla og jákvæðum þáttum í fari þeirra; stuðla að betri samskiptum kynjanna; beina athygli að heilsu karla og vellíðan; vinna gegn karlfæð og mismunun gagnvart körlum; opna nýjar lífsleiðir drengjum og körlum; skoða í ljósi mannúðar allt, sem karlmenn snerti. Næst er nefndur til sögu Jerome Teelucksingh, prófessor í sögu við háskólann í Vestur-Indíum. Hann lagði einnig gjörva hönd á plóg. Jerome gekkst fyrir því árið 1999, að gunnfáni Tómasar yrði aftur reistur við hún. Dagsetningu var að vísu breytt í 19. nóvember, afmælisdag föður hans. Þetta var jafnframt merkisdagur í íþróttasögu Trindidad og Tobago árið 1989. Eins og gefur að skilja vildi Jerome með þessu einnig heiðra föður sinn, sem var honum góð fyrirmynd í lífinu. Síðastliðna tvo áratugi hefur dagurinn því verið haldinn hátíðlegur hér og þar um heiminn. Jerome lýsti viðleitni forvígismanna svo: „Þeir stefna að jafnrétti kynjanna og með þolinmæðina að vopni reyna þeir að ryðja úr vegi neikvæðum ímyndum um karla og smánun þeirra (stigma).“ Tíu árum síðar tóku karlar svo heljarstökk með stofnun alheimsráðs um alþjóðlegan baráttudag dag karla. Þar var fyrrnefndur Jerome kjörinn til formennsku. Kanadísku samtökin segja um daginn: „Þetta er tilefni til að beina kastljósinu að mismunun gagnvart körlum og drengjum, fagna afrekum þeirra og framlagi, en sérstaklega framlagi þeirra til samfélags, fjölskyldu, hjónabands og uppeldis barna.“ Þess má og geta, að Laurel kvennaathvarfið í Winnipeg, tók nú að sinna feðrum og börnum þeirra, sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu eiginkvenna/mæðra. Áströlsku samtökin vildu einnig heiðra karlmennskuna sem slíka og efla hugrekki karla og þjálfun til að takast á við þær áskoranir, sem nútímasamfélag býður upp á. Alheimsráðið tók í sjálfu sér undir orð beggja samtakanna, en meitluðu tilgang dagsins í sex eftirtalin grunnatriði: 1) Halda á lofti jákvæðum karlfyrirmyndum; 2) fagna jákvæðu framlagi karla; 3) beina sjónum að heilsu karla og velsæld; 4) bæta samskipti kynjanna og stuðla að jafnrétti þeirra; 5) vekja athygli á mismunun gagnvart körlum; 6) stuðla að öruggari og betri heimi. Ár hvert er ákveðið efni í brennidepli. Árið 2016 var það t.d. sjálfsvíg karla. Um þessar mundir taka 83 ríkja Sameinuðu þjóðanna þátt. (Þau eru 193.) Þann tuttugasta sama mánaðar er svo haldinn hátíðlegur alþjóðadagur barna (Universal Children‘s Day), þannig að hátíðarhöld standa jafnvel í tvo daga með áherslu á tengsl feðra og barna. Stundum er ýjað að því, að nóvember ætti að vera sérstakur karlamánuður. Allavega hafa uppákomur eins og söfnun yfirvaraskeggs til að styrkja heilbrigðisrannsóknir í þágu karla verið haldnar í þeim mánuði. Feðradagurinn er einnig haldinn hátíðlegur í nóvember. Mótun baráttudags karla í Bretlandi (UK), sem í hófst í smáum sniðum árið 2010, er um margt athyglisverð. Þá þegar höfðu verið stigin skref í þá veru að sinna körlum, sem þjáðust undan ofbeldi eiginkvenna eða ástmeyja sinna.T.d. voru stofnuð samtök (ManKind Initiative) í þessu skyni árið 2001. Forvígismaður samtakanna er Mark Brooks, sem einnig er einn frumkvöðla baráttudags karla í UK. Annar mikilvægur undanfari baráttudags karla í UK var fyrsta ráðstefnan um málefni drengja og karla, sem haldin var i Brighton árið 2011. Þar komu saman nærri eitt hundrað félagssamtök, sem færðu í letur áskorun til ríkisstjórnar UK um að setja sérstakar þarfir drengja og karla í brennidepil og leita úrlausna. Í bréfinu segir m.a.: „Við sameinumst í hollustu við þann málstað að liðsinna öllum drengjum til fullnaðarþroska sem karlmanns og um leið að bæta vaxtarskilyrði í veröldinni fyrir sérhvern karlmann, konu, stúlku og pilt í hinu sameinaða konungsríki [Stóra-Bretlandi].“ Glen Poole er annar frumkvöðull að alþjóðabaráttudegi karla í UK og jafnframt forvígismaður Bandalags um hagsmuni drengja og karla (Men and Boys Coalition). Hann skrifaði árið 2013 grein í nýstofnaðan karlmálefnakálf „Daily Telegraph,“ þar sem hann segir m.a.: „Vitað er; að karlar í Bretlandi lifa fjórum árum skemur en konur að meðaltali; að tólf karlar fremja sjálfmorð á degi hverjum; að níutíu af hundraði útigangsmanna eru karlar; að níutíu og fimm af hundraði fanga eru karlmenn; að sjö af tíu fórnarlömbum morðingja eru karlar; að stúlkur skjóta drengjum ref fyrir rass á öllum skólastigum; að stúlkur eru að þriðjungi líklegri til að stunda háskólanám; að drengir eru sjötíu af hundraði atvinnulausra; að ungir karlar, útskrifaðir úr háskóla, eru að helmingi líklegri til að ganga atvinnulausir; að karlmenn á þrítugsaldri þéna minna en konur á sama aldri; að níutíu og sex af hundraði þeirra, sem verða fyrir dauðaslysi í vinnu, eru karlar; að karlar voru áttatíu og fjögur af hundraði þeirra, sem frömdu sjálfsvíg í tengslum við kreppuna.“ Glen bætti við: „Ef konur og stúlkur ættu við slíkan vanda að stríða í sama mæli og karlar og drengir, þætti nauðsyn bera til að stofna til sérstaks alþjóðadags um málefnið. Hvernig má það vera, að við séum svo skeytingarlaus um ýmis konar vanda, sem frekar steðjar að karlkyns helmingi mannkyns?“ Árið 2014 tók Bandalag um hagsmuni drengja og karla að sér skipulagningu dagsins. Ári síðar vakti þingmaður Íhaldsflokksins, Philip Davies, máls á stöðu drengja og karla í neðri málstofu (House of Commons) breska þingsins. Þáverandi forsætisráðherra, Theresa May, lýsti yfir stuðningi við málstaðinn. Eins og gefur að skilja voru ekki allir sáttir við framgang málsins. Við háskólann í Jórvík (York) var hátíðahöldum aflýst vegna andstöðu um tvö hundruð manns, sem tengdust háskólanum á einhvern hátt. Þeir rituðu opnið bréf. Þar mátti lesa m.a.: „Dagur, sem er til þess fallinn að vekja athygli á (celebrate) málefnum karla ... felur ekki í sér baráttu gegn ójafnrétti, heldur magnar það kerfisbundið ójafnrétti, sem þegar er til staðar.“ Jafnréttis- og fjölbreytninefnd téðs háskóla (equality and diversity committee) lét hafa eftir sér, að fyrirhugaður viðburður „væri sérstaklega óviðeigandi í ljósi þeirrar staðreyndar, að karlmenn skipuðu stjórn háskólans að tveim þriðju hlutum.“ Þrátt fyrir undirskriftalista til að mótmæla þessari afstöðu, en undir hann skrifuðu 4.261, sat háskólinn við sinn keip ári seinna. Árið 2015 vannst sigur í baráttunni við ákæruvaldið í UK. Það samþykkti um síðir, að nú skyldu karlkyns fórnarlömb heimilisofbeldis/ofbeldis í nánum samböndum færð til bókar í skýrslum embættisins. Ári síðar fékk Bandalagið til samstarfs yfir fimmtíu stofnanir, einstaklinga og samtök, sem helguðu starf sitt drengjum og körlum. Árið 2018 hafði dagurinn slitið barnsskónum í Bretlandi. Skipulagðir voru rúmlega tvö hundruð viðburðir. Alþjóðlegur baráttudagur karla er fyrirferðarlítill á Íslandi eins og víðar á Vesturlöndum, þar sem ríkir kvenfrelsunaralgleymi. Rúmensk stjórnvöld ákváðu þó árið 2016, að nítjándi nóvember skyldi þar í landi einnig verða þjóðlegur baráttudagur karla. Ástralar hafa árlega haldið upp á daginn síðan 2003. Danir héldu fyrst upp á daginn 2010 og Norðmenn ári seinna. Mjór er mikils vísir. Ég leyfi mér að gera eftirfarandi orð Ben Hine, sálfræðings við Vestur-Lundúna háskóla, að mínum: „Það er trúa mín ... að körlum almennt sé á fjölmargan hátt bakað tjón og valdinn skaði. Nauðsyn ber til að fjalla sérstaklega um vanda ákveðinna undirhópa þeirra í félagslegu samhengi og á vettvangi stjórnmálanna með það fyrir augum að bæta hag þeirra. Það eiga þeir skilið.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fyrir heilli öld síðan og ári betur var 23. febrúar tileinkaður hetjunum föðurlandsins. Þeir vörðu landið gegn fjendum sínum. Föðurlandið var Rússland eða Ráðstjórnarríkin sálugu. (Þar frelsuðust konur í byltingunni 1917.) Eðli málsins samkvæmt var aðallega um karlmenn að ræða. Smám saman varð dagurinn eins konar hátíðisdagur til heiðurs öllum körlum. Haldnar eru tilhlýðilegar tölur á vinnustöðum; mæður, eiginkonur og börn færa uppáhalds körlum sínum meira að segja gjafir. Sums staðar dansa konurnar körlunum til heiðurs, raka þá og klippa – og þeir heppnustu fá meira að segja nudd. Og þetta gerist á vinnustaðnum. (Olga Ringquist). Karlar á Vesturlöndum eru ekki eins happasælir og þeir rússnesku. Það hefur vafalaust einnig talið Thomas nokkur Oaster í Kansas í Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem nú er nefndur til sögu. Tómas, sem veitti forstöðu rannsóknarmiðstöð háskólans í Missouri um karlamál (Missouri Center for Men‘s Studies), hafði um árabil reynt að draga athygli manna að stöðu drengja og karla. Í þeirri viðleitni skaut upp í kolli hans hugmyndinni um karladag. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur sjöunda febrúar 1992 í Kansas með fulltrúum frá Möltu og Ástralíu. Skipuleggjendur í Missouri misstu fljótlega vindinn úr seglunum, en byrinn reyndist betri á Möltu, þar sem hátíðahöld í einhverri mynd hafa átt sér stað árlega síðan 1994. Það var von Tómasar, að slíkur dagur, þar sem beint væri kastljósi að stöðu karla og drengja, gæti stuðlað að vitundarvakningu um menningarleg afrek karla og valfrelsi um lífshætti. Einkum lagði hann áherslu á eftirtalin hugðarefni; fagna framlagi karla og jákvæðum þáttum í fari þeirra; stuðla að betri samskiptum kynjanna; beina athygli að heilsu karla og vellíðan; vinna gegn karlfæð og mismunun gagnvart körlum; opna nýjar lífsleiðir drengjum og körlum; skoða í ljósi mannúðar allt, sem karlmenn snerti. Næst er nefndur til sögu Jerome Teelucksingh, prófessor í sögu við háskólann í Vestur-Indíum. Hann lagði einnig gjörva hönd á plóg. Jerome gekkst fyrir því árið 1999, að gunnfáni Tómasar yrði aftur reistur við hún. Dagsetningu var að vísu breytt í 19. nóvember, afmælisdag föður hans. Þetta var jafnframt merkisdagur í íþróttasögu Trindidad og Tobago árið 1989. Eins og gefur að skilja vildi Jerome með þessu einnig heiðra föður sinn, sem var honum góð fyrirmynd í lífinu. Síðastliðna tvo áratugi hefur dagurinn því verið haldinn hátíðlegur hér og þar um heiminn. Jerome lýsti viðleitni forvígismanna svo: „Þeir stefna að jafnrétti kynjanna og með þolinmæðina að vopni reyna þeir að ryðja úr vegi neikvæðum ímyndum um karla og smánun þeirra (stigma).“ Tíu árum síðar tóku karlar svo heljarstökk með stofnun alheimsráðs um alþjóðlegan baráttudag dag karla. Þar var fyrrnefndur Jerome kjörinn til formennsku. Kanadísku samtökin segja um daginn: „Þetta er tilefni til að beina kastljósinu að mismunun gagnvart körlum og drengjum, fagna afrekum þeirra og framlagi, en sérstaklega framlagi þeirra til samfélags, fjölskyldu, hjónabands og uppeldis barna.“ Þess má og geta, að Laurel kvennaathvarfið í Winnipeg, tók nú að sinna feðrum og börnum þeirra, sem orðið höfðu fyrir ofbeldi af hálfu eiginkvenna/mæðra. Áströlsku samtökin vildu einnig heiðra karlmennskuna sem slíka og efla hugrekki karla og þjálfun til að takast á við þær áskoranir, sem nútímasamfélag býður upp á. Alheimsráðið tók í sjálfu sér undir orð beggja samtakanna, en meitluðu tilgang dagsins í sex eftirtalin grunnatriði: 1) Halda á lofti jákvæðum karlfyrirmyndum; 2) fagna jákvæðu framlagi karla; 3) beina sjónum að heilsu karla og velsæld; 4) bæta samskipti kynjanna og stuðla að jafnrétti þeirra; 5) vekja athygli á mismunun gagnvart körlum; 6) stuðla að öruggari og betri heimi. Ár hvert er ákveðið efni í brennidepli. Árið 2016 var það t.d. sjálfsvíg karla. Um þessar mundir taka 83 ríkja Sameinuðu þjóðanna þátt. (Þau eru 193.) Þann tuttugasta sama mánaðar er svo haldinn hátíðlegur alþjóðadagur barna (Universal Children‘s Day), þannig að hátíðarhöld standa jafnvel í tvo daga með áherslu á tengsl feðra og barna. Stundum er ýjað að því, að nóvember ætti að vera sérstakur karlamánuður. Allavega hafa uppákomur eins og söfnun yfirvaraskeggs til að styrkja heilbrigðisrannsóknir í þágu karla verið haldnar í þeim mánuði. Feðradagurinn er einnig haldinn hátíðlegur í nóvember. Mótun baráttudags karla í Bretlandi (UK), sem í hófst í smáum sniðum árið 2010, er um margt athyglisverð. Þá þegar höfðu verið stigin skref í þá veru að sinna körlum, sem þjáðust undan ofbeldi eiginkvenna eða ástmeyja sinna.T.d. voru stofnuð samtök (ManKind Initiative) í þessu skyni árið 2001. Forvígismaður samtakanna er Mark Brooks, sem einnig er einn frumkvöðla baráttudags karla í UK. Annar mikilvægur undanfari baráttudags karla í UK var fyrsta ráðstefnan um málefni drengja og karla, sem haldin var i Brighton árið 2011. Þar komu saman nærri eitt hundrað félagssamtök, sem færðu í letur áskorun til ríkisstjórnar UK um að setja sérstakar þarfir drengja og karla í brennidepil og leita úrlausna. Í bréfinu segir m.a.: „Við sameinumst í hollustu við þann málstað að liðsinna öllum drengjum til fullnaðarþroska sem karlmanns og um leið að bæta vaxtarskilyrði í veröldinni fyrir sérhvern karlmann, konu, stúlku og pilt í hinu sameinaða konungsríki [Stóra-Bretlandi].“ Glen Poole er annar frumkvöðull að alþjóðabaráttudegi karla í UK og jafnframt forvígismaður Bandalags um hagsmuni drengja og karla (Men and Boys Coalition). Hann skrifaði árið 2013 grein í nýstofnaðan karlmálefnakálf „Daily Telegraph,“ þar sem hann segir m.a.: „Vitað er; að karlar í Bretlandi lifa fjórum árum skemur en konur að meðaltali; að tólf karlar fremja sjálfmorð á degi hverjum; að níutíu af hundraði útigangsmanna eru karlar; að níutíu og fimm af hundraði fanga eru karlmenn; að sjö af tíu fórnarlömbum morðingja eru karlar; að stúlkur skjóta drengjum ref fyrir rass á öllum skólastigum; að stúlkur eru að þriðjungi líklegri til að stunda háskólanám; að drengir eru sjötíu af hundraði atvinnulausra; að ungir karlar, útskrifaðir úr háskóla, eru að helmingi líklegri til að ganga atvinnulausir; að karlmenn á þrítugsaldri þéna minna en konur á sama aldri; að níutíu og sex af hundraði þeirra, sem verða fyrir dauðaslysi í vinnu, eru karlar; að karlar voru áttatíu og fjögur af hundraði þeirra, sem frömdu sjálfsvíg í tengslum við kreppuna.“ Glen bætti við: „Ef konur og stúlkur ættu við slíkan vanda að stríða í sama mæli og karlar og drengir, þætti nauðsyn bera til að stofna til sérstaks alþjóðadags um málefnið. Hvernig má það vera, að við séum svo skeytingarlaus um ýmis konar vanda, sem frekar steðjar að karlkyns helmingi mannkyns?“ Árið 2014 tók Bandalag um hagsmuni drengja og karla að sér skipulagningu dagsins. Ári síðar vakti þingmaður Íhaldsflokksins, Philip Davies, máls á stöðu drengja og karla í neðri málstofu (House of Commons) breska þingsins. Þáverandi forsætisráðherra, Theresa May, lýsti yfir stuðningi við málstaðinn. Eins og gefur að skilja voru ekki allir sáttir við framgang málsins. Við háskólann í Jórvík (York) var hátíðahöldum aflýst vegna andstöðu um tvö hundruð manns, sem tengdust háskólanum á einhvern hátt. Þeir rituðu opnið bréf. Þar mátti lesa m.a.: „Dagur, sem er til þess fallinn að vekja athygli á (celebrate) málefnum karla ... felur ekki í sér baráttu gegn ójafnrétti, heldur magnar það kerfisbundið ójafnrétti, sem þegar er til staðar.“ Jafnréttis- og fjölbreytninefnd téðs háskóla (equality and diversity committee) lét hafa eftir sér, að fyrirhugaður viðburður „væri sérstaklega óviðeigandi í ljósi þeirrar staðreyndar, að karlmenn skipuðu stjórn háskólans að tveim þriðju hlutum.“ Þrátt fyrir undirskriftalista til að mótmæla þessari afstöðu, en undir hann skrifuðu 4.261, sat háskólinn við sinn keip ári seinna. Árið 2015 vannst sigur í baráttunni við ákæruvaldið í UK. Það samþykkti um síðir, að nú skyldu karlkyns fórnarlömb heimilisofbeldis/ofbeldis í nánum samböndum færð til bókar í skýrslum embættisins. Ári síðar fékk Bandalagið til samstarfs yfir fimmtíu stofnanir, einstaklinga og samtök, sem helguðu starf sitt drengjum og körlum. Árið 2018 hafði dagurinn slitið barnsskónum í Bretlandi. Skipulagðir voru rúmlega tvö hundruð viðburðir. Alþjóðlegur baráttudagur karla er fyrirferðarlítill á Íslandi eins og víðar á Vesturlöndum, þar sem ríkir kvenfrelsunaralgleymi. Rúmensk stjórnvöld ákváðu þó árið 2016, að nítjándi nóvember skyldi þar í landi einnig verða þjóðlegur baráttudagur karla. Ástralar hafa árlega haldið upp á daginn síðan 2003. Danir héldu fyrst upp á daginn 2010 og Norðmenn ári seinna. Mjór er mikils vísir. Ég leyfi mér að gera eftirfarandi orð Ben Hine, sálfræðings við Vestur-Lundúna háskóla, að mínum: „Það er trúa mín ... að körlum almennt sé á fjölmargan hátt bakað tjón og valdinn skaði. Nauðsyn ber til að fjalla sérstaklega um vanda ákveðinna undirhópa þeirra í félagslegu samhengi og á vettvangi stjórnmálanna með það fyrir augum að bæta hag þeirra. Það eiga þeir skilið.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun