Ísland skipi sér í fremstu röð varðandi réttindi barna Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:32 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu samning í morgun sem á að efla réttindi barna. Vísir/Vilhelm Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“ Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“
Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira