Hvað dvelur orminn langa? Hjálmar Jónsson skrifar 18. nóvember 2019 14:12 Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun