Eru íslensk heimili farin að dempa hagsveifluna? Jón Bjarki Bentsson skrifar 18. nóvember 2019 14:45 Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar