Greiðslubyrði námslána verði lækkuð Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. „BHM hefur árum saman barist fyrir því að endurgreiðslubyrði námslána verði létt og að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Verði þessar tillögur að veruleika, sem ég ætla að vona að verði, þá eru þau baráttumál í höfn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um tillögur starfshóps um endurgreiðslubyrði námslána. Forsætisráðherra skipaði starfshópinn í sumar í tengslum við kjaraviðræður á opinberum markaði. Fékk hópurinn það verkefni að yfirfara reglur vegna endurgreiðslu námslána. Var meðal annars bent á þá staðreynd að lántakar greiddu um fjögur prósent launa sinna í afborganir af námslánum sem svarar til um það bil einna mánaðarlauna á ári. Í hópnum sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta auk fulltrúa BHM og iðnaðarmanna. Þórunn gerir grein fyrir niðurstöðum hópsins í aðsendri grein á síðu 9 í blaðinu í dag. Hún leggur áherslu á að samstaða hafi verið um tillögurnar. Verði umræddar tillögur að veruleika myndi það hlutfall af launum sem lántaki greiðir árlega í afborganir námslána lækka um tíu prósent. Þá er lagt til að vextir lækki úr einu prósenti í 0,4 prósent sem þýðir að afborganir lækka án þess að lánstími þurfi að lengjast. Farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna BHM við ríkið á baráttufundi í fyrramálið en 17 af 21 aðildarfélagi á enn ósamið. Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„BHM hefur árum saman barist fyrir því að endurgreiðslubyrði námslána verði létt og að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Verði þessar tillögur að veruleika, sem ég ætla að vona að verði, þá eru þau baráttumál í höfn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um tillögur starfshóps um endurgreiðslubyrði námslána. Forsætisráðherra skipaði starfshópinn í sumar í tengslum við kjaraviðræður á opinberum markaði. Fékk hópurinn það verkefni að yfirfara reglur vegna endurgreiðslu námslána. Var meðal annars bent á þá staðreynd að lántakar greiddu um fjögur prósent launa sinna í afborganir af námslánum sem svarar til um það bil einna mánaðarlauna á ári. Í hópnum sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta auk fulltrúa BHM og iðnaðarmanna. Þórunn gerir grein fyrir niðurstöðum hópsins í aðsendri grein á síðu 9 í blaðinu í dag. Hún leggur áherslu á að samstaða hafi verið um tillögurnar. Verði umræddar tillögur að veruleika myndi það hlutfall af launum sem lántaki greiðir árlega í afborganir námslána lækka um tíu prósent. Þá er lagt til að vextir lækki úr einu prósenti í 0,4 prósent sem þýðir að afborganir lækka án þess að lánstími þurfi að lengjast. Farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna BHM við ríkið á baráttufundi í fyrramálið en 17 af 21 aðildarfélagi á enn ósamið.
Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira