Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun