Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 14:45 Hópur nemenda úr Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík mættu með mótmælaskilti og tjáðu borgarstjóra að þau vilji ekki að skólanum þeirra verði lokað áður en borgarstjórnarfundur hófst í dag. Vísir/Friðrik Þór Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira