Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Bílastæði starfsmanna leikhússins er lokað með slá. Í gær var sendiferðabíl lagt á gangstéttina sem um ræðir við leikhúsið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira