Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Bílastæði starfsmanna leikhússins er lokað með slá. Í gær var sendiferðabíl lagt á gangstéttina sem um ræðir við leikhúsið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Óánægja er innan Þjóðleikhússins með Bílastæðasjóð eftir að einn starfsmaður var sektaður og annar fékk aðvörun inni á lokuðu bílastæði starfsmanna. Kemur það beint í kjölfar óánægjunnar með tafir á framkvæmdum á Hverfisgötu. „Inni á lóð Þjóðleikhússins er bílastæði sem er lokað með slá. Út af því hvernig framkvæmdum er háttað, og menn komast ekki að húsinu, þá leyfði Pálmi Gestsson leikari sér að leggja upp á gangstétt inni á þessu lokaða bílastæði. Og fékk aðvörun um sekt frá Bílastæðasjóði,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Ég hringdi í þá og spurði hvort þeir væru í alvörunni að koma inn á lokuð bílastæði til að sekta fólk. Þá er það víst þannig að umferðarlögin gilda líka um lokuð bílastæði.“Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri.Myndi hann kjósa að litið verði á málið út frá aðstæðum. „Það er ekki hægt að komast að húsinu nema frá Lindargötu, sem er ekki hægt að komast á nema frá Skúlagötu, sem er að hluta til lokuð. Þangað er ekki hægt að komast nema frá Sæbraut, sem er líka að hluta til lokuð. Þar að auki er Lækjargata lokuð.“ Pálmi segir að starfsfólk leggi reglulega á gangstéttinni og enginn hafi áttað sig á að þarna væri hægt að sekta fyrr en í þessari viku. „Þetta er okkar svæði, þetta er lokuð einkalóð Þjóðleikhússins,“ segir Pálmi. Þá eru fjögur stæði frátekin fyrir hreyfihamlaða, en enginn hreyfihamlaður starfar í leikhúsinu. Einn starfsmaður lagði í slíkt stæði og fékk 20 þúsund króna sekt. Í svari Bílastæðasjóðs við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ef um löggilt skilti sé að ræða og ekki sé sjáanlegt P-kort á mælaborðinu þá sé reglan að sekta. Reglurnar séu ekki nýjar og mjög skýrar. Pirringurinn vegna bílastæðanna bætist ofan á seinkun framkvæmda við endurnýjun á Hverfisgötu. Átti þeim að vera lokið fyrir menningarnótt, en frestast fram í nóvember. „Við höfum fengið misvísandi eða rangar upplýsingar um verklok. Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að Þjóðleikhúsið fái eins sannar og góðar upplýsingar og hægt er til þess að við getum brugðist við og lagað starfsemi okkar að þessari framkvæmd. Framan af var talsverður misbrestur á því,“ segir Ari. Hann segir lokanirnar hafa komið niður á starfinu. „Aðgengi að Þjóðleikhúsinu er stórlega skert. Mikið af okkar gestum er eldra fólk og börn, sumir eru hreyfihamlaðir. Það er mjög bagalegt hversu langt inn í leikárið þessar framkvæmdir hafa dregist.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira