Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 12:51 Starfsfólk Reykjalundar hefur margt áhyggjur af stöðunni sem þar er uppi. Vísir/vilhelm Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30