Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 12:51 Starfsfólk Reykjalundar hefur margt áhyggjur af stöðunni sem þar er uppi. Vísir/vilhelm Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30