Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 14:30 Birkir hefur byrjað tímabilið af krafti þrátt fyrir að hafa nánast ekkert æft í sumar. vísir/bára Afturelding tyllti sér á topp Olís-deildar karla með sigri á Íslandsmeisturum Selfoss, 32-31, að Varmá í gær. Þetta var fjórði eins marks sigur Aftureldingar í vetur. Birkir Benediktsson fór mikinn í leiknum og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. „Þetta var ekki leiðinlegt og frábært að vinna þennan leik,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í dag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 14-17. „Við löguðum vörnina í seinni hálfleik. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik en bara 14 í þeim seinni. Sóknarleikurinn var góður allan leikinn og við skoruðum 32 mörk sem er mjög gott,“ sagði Birkir sem var ánægður með eigin frammistöðu enda var allt inni hjá honum í gær. „Þetta gekk vel og ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir. Mörkin tíu sem hann skoraði gegn Selfossi má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Birkir fór á kostum Birkir hefur leikið afar vel í upphafi móts og verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar. Hann er búinn að skora 39 mörk í vetur og er með 80% skotnýtingu sem er frábært fyrir skyttu. „Mér hefur gengið mjög vel. Ég hitti vel í fyrsta leiknum og það hefur haldið áfram,“ sagði Birkir sem skoraði einnig tíu mörk úr tíu skotum gegn KA í 1. umferð Olís-deildarinnar. Puttabrotnaði þrisvar á einu og hálfu áriLíkt og fleiri leikmenn Aftureldingar hefur Birkir verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum. Hann brotnaði þrisvar sinnum á þumalfingri á einu og hálfu ári og gekkst svo undir aðgerð vegna meiðsla í mjöðm í sumar. Hann æfði því nánast ekkert fyrir tímabilið og fyrstu vikur þess spilaði hann bara leikina. En undanfarnar vikur hefur hann æft af krafti. „Mjöðmin var búin að plaga mig í nokkur ár. Ég glímdi ekki við meiðsli í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki. Og fyrir utan mjaðmarmeiðslin hafa þetta verið puttabrot sem eru bara óheppni,“ sagði Birkir. Þrátt fyrir tíð puttabrot segir hann að ekkert sé að beinunum í sér. „Ég er ekki úr gleri,“ sagði Birkir og hló. „Fólk var að segja að ég þyrfti að drekka meiri mjólk og svona en ég er víst með sterk og góð bein.“ Meiðslin ekki fælt áhugasöm lið fráBirkir vonast til að fá tækifæri í atvinnumennsku.vísir/báraBirkir átti góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands og var hluti af bronsliðinu á HM U-19 ára 2015. Erlend lið hafa sýnt honum áhuga en tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann segir þó að meiðslin hafi ekki fælt lið frá. „Liðin afla sér upplýsinga um hvers eðlis meiðslin eru og sjá að þetta eru meiðsli sem lítið er hægt að gera í. Þau ættu ekki að há mér í framtíðinni,“ sagði Birkir. „Mig hefur alltaf langað að spila erlendis og set stefnuna á það.“ Afturelding hefur sýnt mikinn styrk í upphafi tímabils og verið sterkt á svellinu í jöfnum leikjum. „Þetta er fyrst og fremst hugarfarið,“ sagði Birkir aðspurður hvað hefði breyst á milli tímabila hjá Mosfellingum. „Við erum kaldari og náum að klára þessa jöfnu leiki.“ Vilja gera betur en síðustu árAfturelding er með tólf stig af 14 mögulegum eftir fyrstu sjö umferðirnar í Olís-deildinni.vísir/báraAfturelding ætlar sér stærri og meiri hluti en síðustu tvö tímabil þegar liðið hefur fallið út í 8-liða úrslitum. „Við höfum sett okkur nokkur lítil markmið og tökum þetta svolítið leik frá leik. Okkur var spáð 6.-7. sæti fyrir tímabilið en við ætlum okkur að gera betur en það.“ Á sunnudagskvöldið mætast tvö efstu lið Olís-deildarinnar, Afturelding og Haukar, að Varmá. Með sigri ná Mosfellingar tveggja marka forskoti á toppi deildarinnar. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta Haukum og þetta verður spennandi,“ sagði Birkir að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44 Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Afturelding tyllti sér á topp Olís-deildar karla með sigri á Íslandsmeisturum Selfoss, 32-31, að Varmá í gær. Þetta var fjórði eins marks sigur Aftureldingar í vetur. Birkir Benediktsson fór mikinn í leiknum og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. „Þetta var ekki leiðinlegt og frábært að vinna þennan leik,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í dag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 14-17. „Við löguðum vörnina í seinni hálfleik. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik en bara 14 í þeim seinni. Sóknarleikurinn var góður allan leikinn og við skoruðum 32 mörk sem er mjög gott,“ sagði Birkir sem var ánægður með eigin frammistöðu enda var allt inni hjá honum í gær. „Þetta gekk vel og ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir. Mörkin tíu sem hann skoraði gegn Selfossi má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Birkir fór á kostum Birkir hefur leikið afar vel í upphafi móts og verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar. Hann er búinn að skora 39 mörk í vetur og er með 80% skotnýtingu sem er frábært fyrir skyttu. „Mér hefur gengið mjög vel. Ég hitti vel í fyrsta leiknum og það hefur haldið áfram,“ sagði Birkir sem skoraði einnig tíu mörk úr tíu skotum gegn KA í 1. umferð Olís-deildarinnar. Puttabrotnaði þrisvar á einu og hálfu áriLíkt og fleiri leikmenn Aftureldingar hefur Birkir verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum. Hann brotnaði þrisvar sinnum á þumalfingri á einu og hálfu ári og gekkst svo undir aðgerð vegna meiðsla í mjöðm í sumar. Hann æfði því nánast ekkert fyrir tímabilið og fyrstu vikur þess spilaði hann bara leikina. En undanfarnar vikur hefur hann æft af krafti. „Mjöðmin var búin að plaga mig í nokkur ár. Ég glímdi ekki við meiðsli í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki. Og fyrir utan mjaðmarmeiðslin hafa þetta verið puttabrot sem eru bara óheppni,“ sagði Birkir. Þrátt fyrir tíð puttabrot segir hann að ekkert sé að beinunum í sér. „Ég er ekki úr gleri,“ sagði Birkir og hló. „Fólk var að segja að ég þyrfti að drekka meiri mjólk og svona en ég er víst með sterk og góð bein.“ Meiðslin ekki fælt áhugasöm lið fráBirkir vonast til að fá tækifæri í atvinnumennsku.vísir/báraBirkir átti góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands og var hluti af bronsliðinu á HM U-19 ára 2015. Erlend lið hafa sýnt honum áhuga en tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann segir þó að meiðslin hafi ekki fælt lið frá. „Liðin afla sér upplýsinga um hvers eðlis meiðslin eru og sjá að þetta eru meiðsli sem lítið er hægt að gera í. Þau ættu ekki að há mér í framtíðinni,“ sagði Birkir. „Mig hefur alltaf langað að spila erlendis og set stefnuna á það.“ Afturelding hefur sýnt mikinn styrk í upphafi tímabils og verið sterkt á svellinu í jöfnum leikjum. „Þetta er fyrst og fremst hugarfarið,“ sagði Birkir aðspurður hvað hefði breyst á milli tímabila hjá Mosfellingum. „Við erum kaldari og náum að klára þessa jöfnu leiki.“ Vilja gera betur en síðustu árAfturelding er með tólf stig af 14 mögulegum eftir fyrstu sjö umferðirnar í Olís-deildinni.vísir/báraAfturelding ætlar sér stærri og meiri hluti en síðustu tvö tímabil þegar liðið hefur fallið út í 8-liða úrslitum. „Við höfum sett okkur nokkur lítil markmið og tökum þetta svolítið leik frá leik. Okkur var spáð 6.-7. sæti fyrir tímabilið en við ætlum okkur að gera betur en það.“ Á sunnudagskvöldið mætast tvö efstu lið Olís-deildarinnar, Afturelding og Haukar, að Varmá. Með sigri ná Mosfellingar tveggja marka forskoti á toppi deildarinnar. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta Haukum og þetta verður spennandi,“ sagði Birkir að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44 Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44
Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15