Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2019 16:52 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV tekur við sem Þjóðleikhússtjóri. Það þýðir að heilmikill kapall hefst um það hver verður næsti útvarpsstjóri. Fréttablaðið/Stefán Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir greindi frá þessu á fimmta tímanum og var tilkynning í framhaldinu send frá menntamálaráðuneytinu sem staðfesti það. Sjö sóttu um stöðuna en meðal umsækjenda voru Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. Magnús Geir hverfur því úr stóli útvarpsstjóra í síðasta lagi um áramót og má þá gera ráð fyrir því að sú staða verði auglýst von bráðar. Það er einnig Lilja Dögg sem skipar í þá stöðu. Tveir umsagnaraðilar voru um þessa tilteknu ráðningu, fyrst fór þjóðleikhúsráð yfir umsóknir, þá sérstök valnefnd ráðuneytisins og að endingu ræddi Lilja Dögg við umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis skoraði Kristín Eysteinsdóttir hátt meðal umsagnaraðila en hugsanlega hefur mál sem hún og Borgarleikhúsið tapaði gegn leikaranum Atla Rafni nú í vikunni haft áhrif á val Lilju. Sérstaka athygli vekur að Lilja gengur fram hjá Ara en hann skilar góðu búi; leikhúsinu hefur sjaldan vegnað eins vel ef litið er til reksturs og aðsóknar. Þá hefur ánægja innan húss mælst veruleg, meiri en innan annarra stofnana ríkisins. Hvort að ágreiningur hans og Birnu Hafstein formanni FÍL hafi reynst honum mótdrægur í huga ráðherra er svo eitthvað sem menn hljóta meðal annars að velta fyrir sér. Magnús hefur sent starfsmönnum hjá Ríkisútvarpinu tölvupóst þar sem hann tilkynnir breytingarnar framundan. „Stjórn RÚV á því enn eftir að útfæra hvernig endanlegum starfslokum mínum verður háttað. Ég mun miðla því til ykkar þegar það liggur fyrir,“ segir Magnús í bréfi til starfsfólks í Efstaleiti. Hvorki náðist í Lilju né Magnús Geir við vinnslu fréttarinnar. Bréf Magnúsar Geirs til starfsmanna Ríkisútvarpsins í heild:Kæru vinir, Mér bárust þau gleðitíðindi rétt í þessu að mennta- og menningarmálaráðherra hyggist skipa mig þjóðleikhússtjóra.Ég er í skýjunum með þennan mikla heiður og að vera valinn úr hópi svo margra góðra umsækjenda. Eins og ég nefndi þegar ég skýrði ykkur frá ákvörðun minni um að sækja um starf þjóðleikhússtjóra þá hefur ástríða mín fyrir leikhúsinu aldrei slokknað enda hafði ég eytt allri starfsævi minni þar áður en ég hóf störf á RÚV fyrir sex árum.Um leið er tilfinningin ögn tregablandin að kveðja RÚV og ykkur öll. Við höfum í sameiningu umbylt dagskráráherslum RÚV. Íslenskt efni hefur aukist mikið, KrakkaRÚV hefur slegið í gegn, menningarumfjöllun hefur aukist, hlustun á Rás 1 er meiri en um árabil, hlaðvörp og ýmis ný tækni hefur verið tekin í gagnið, það eru fleiri dýpri fréttaskýringar, við höfum haldið reglulega borgarafundi í beinni útsendingu til að efla lýðræðislega umræðu og fréttastofan nýtur yfirburða trausts.Það er líka gaman að sjá að þjóðin kann að meta breytingarnar. Viðhorf almennings í garð RÚV mælist nú það jákvæðasta í yfir 10 ár. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu hefur reksturinn verið hallalaus á frá árinu 2015, skuldir eru lægri og eigið fé er hærra. Staða RÚV er sterk – sem er gott þar sem mikilvægi öflugs fjölmiðils sem starfar í almannaþágu, hefur sjaldan verið meira en nú. Þá hef ég í tíð minni hér eignast ótal góða vini. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur.Með bestu kveðjum, Magnús Geir. Leikhús Menning Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir greindi frá þessu á fimmta tímanum og var tilkynning í framhaldinu send frá menntamálaráðuneytinu sem staðfesti það. Sjö sóttu um stöðuna en meðal umsækjenda voru Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. Magnús Geir hverfur því úr stóli útvarpsstjóra í síðasta lagi um áramót og má þá gera ráð fyrir því að sú staða verði auglýst von bráðar. Það er einnig Lilja Dögg sem skipar í þá stöðu. Tveir umsagnaraðilar voru um þessa tilteknu ráðningu, fyrst fór þjóðleikhúsráð yfir umsóknir, þá sérstök valnefnd ráðuneytisins og að endingu ræddi Lilja Dögg við umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis skoraði Kristín Eysteinsdóttir hátt meðal umsagnaraðila en hugsanlega hefur mál sem hún og Borgarleikhúsið tapaði gegn leikaranum Atla Rafni nú í vikunni haft áhrif á val Lilju. Sérstaka athygli vekur að Lilja gengur fram hjá Ara en hann skilar góðu búi; leikhúsinu hefur sjaldan vegnað eins vel ef litið er til reksturs og aðsóknar. Þá hefur ánægja innan húss mælst veruleg, meiri en innan annarra stofnana ríkisins. Hvort að ágreiningur hans og Birnu Hafstein formanni FÍL hafi reynst honum mótdrægur í huga ráðherra er svo eitthvað sem menn hljóta meðal annars að velta fyrir sér. Magnús hefur sent starfsmönnum hjá Ríkisútvarpinu tölvupóst þar sem hann tilkynnir breytingarnar framundan. „Stjórn RÚV á því enn eftir að útfæra hvernig endanlegum starfslokum mínum verður háttað. Ég mun miðla því til ykkar þegar það liggur fyrir,“ segir Magnús í bréfi til starfsfólks í Efstaleiti. Hvorki náðist í Lilju né Magnús Geir við vinnslu fréttarinnar. Bréf Magnúsar Geirs til starfsmanna Ríkisútvarpsins í heild:Kæru vinir, Mér bárust þau gleðitíðindi rétt í þessu að mennta- og menningarmálaráðherra hyggist skipa mig þjóðleikhússtjóra.Ég er í skýjunum með þennan mikla heiður og að vera valinn úr hópi svo margra góðra umsækjenda. Eins og ég nefndi þegar ég skýrði ykkur frá ákvörðun minni um að sækja um starf þjóðleikhússtjóra þá hefur ástríða mín fyrir leikhúsinu aldrei slokknað enda hafði ég eytt allri starfsævi minni þar áður en ég hóf störf á RÚV fyrir sex árum.Um leið er tilfinningin ögn tregablandin að kveðja RÚV og ykkur öll. Við höfum í sameiningu umbylt dagskráráherslum RÚV. Íslenskt efni hefur aukist mikið, KrakkaRÚV hefur slegið í gegn, menningarumfjöllun hefur aukist, hlustun á Rás 1 er meiri en um árabil, hlaðvörp og ýmis ný tækni hefur verið tekin í gagnið, það eru fleiri dýpri fréttaskýringar, við höfum haldið reglulega borgarafundi í beinni útsendingu til að efla lýðræðislega umræðu og fréttastofan nýtur yfirburða trausts.Það er líka gaman að sjá að þjóðin kann að meta breytingarnar. Viðhorf almennings í garð RÚV mælist nú það jákvæðasta í yfir 10 ár. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu hefur reksturinn verið hallalaus á frá árinu 2015, skuldir eru lægri og eigið fé er hærra. Staða RÚV er sterk – sem er gott þar sem mikilvægi öflugs fjölmiðils sem starfar í almannaþágu, hefur sjaldan verið meira en nú. Þá hef ég í tíð minni hér eignast ótal góða vini. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur.Með bestu kveðjum, Magnús Geir.
Leikhús Menning Ráðning útvarpsstjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00 Sjö vilja verða þjóðleikhússtjórar Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu. 3. júlí 2019 16:53 Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Öll leikhúsgögnin komin á borð Lilju sem leggst undir feld Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð, Capacent og valnefnd hafa lokið störfum í málinu og skilað gögnum til ráðherra. 23. október 2019 17:00
Umsögn Þjóðleikhúsráðs um umsækjendur liggur fyrir Sjö sóttu um stöðu þjóðleikhússtjóra, þar á meðal núverandi útvarpsstjóri, þjóðleikhússtjóri og borgarleikhússtjóri. 29. september 2019 10:21