Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira