Tíu voru fluttir á sjúkrahús eftir slysið og urðu miklar umferðartafir á Reykjanesbraut vegna þess. Auk þess sem slasaðist alvarlega eru tveir til þrír sagðir með minniháttar áverka.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að bílarnir sem skullu saman hafi báðir verið á leið suður til Keflavíkur en annar þeirra hafi reynt að snúa við.
Lögregla stýrði umferð í kringum slysstað en umferð var að komast í eðlilegt horf á sjöunda tímanum í kvöld.
