Innlent

Tvær smárútur skullu saman á Reykjanesbraut

Kjartan Kjartansson skrifar
Einn er talinn alvarlega slasaður eftir umferðarslysið sem varð á Reykjanesbraut nærri álverinu í Straumsvík síðdegis í dag. Lögregla telur að um árekstur tveggja smárúta hafi verið að ræða en önnur þeirra virðist hafa reynt að snúa við á brautinni.

Tíu voru fluttir á sjúkrahús eftir slysið og urðu miklar umferðartafir á Reykjanesbraut vegna þess. Auk þess sem slasaðist alvarlega eru tveir til þrír sagðir með minniháttar áverka.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að bílarnir sem skullu saman hafi báðir verið á leið suður til Keflavíkur en annar þeirra hafi reynt að snúa við.

Lögregla stýrði umferð í kringum slysstað en umferð var að komast í eðlilegt horf á sjöunda tímanum í kvöld.

Mikil röð myndaðist á Reykjanesbraut við slysstaðinn.Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×