Aðskilja á Reykjalund og SIBS Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:30 Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28