Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2019 19:00 Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum