Guðni vill gera Pál Magnússon að landbúnaðarráðherra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Guðni Ágústsson sem skálaði fyrir íslenskum bændum á "Hey bóndi“ á Hvolsvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði. Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði.
Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira